Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 213
— 211 —
1903
Objektivt: sundt nat. udseende, nogenlunde sv. til árene, spec. ikke særlig
arteriosclerotisk. Cranienerver intakte, nogen myoser i cucullarisrandene.
Der er universal h. sidig hypæstesi-algesi, som virker meget funktionel.
Der er antydet overvægt af h. sidige senereflexer með tillöb til h. sidig
fodklonus. Iövr. i.s.a. ved ahn. neurologisk unders. udover hypacusis. öjenus.
viser i.a. bortset fra langsynethed. öresus, viser dobbeltsidig hörenedsættelse
af cochleær type — iövr. i.a. ved alm. neurologisk us. Ekg. nat. Rtg. af
craniet: i.a. SR 3 mm. SEG: grænsetilf. uden fokale forandr.“
..., sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum, vottar á þessa leið i læknis-
vottorði, dags. 8. febrúar 1958:
„S. Þ-son, f. . . ágúst 1905, verkamaður, ..., Reykjavík, fór til athug-
unar til próf. Busch, og var það gert eftir ráðleggingu minni.
Dvaldist S. á heilaskurðardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn 24. júni
— 6. júlí 1957.
Sjúkdómsgreining: posttraumatisk cerebral syndrom (þ. e. sjúkdómsein-
kenni frá heila eftir slvs).
Taugaskoðun: heilbrigt útlit eftir aldri, ekki greinileg einkenni mn æða-
kölkun.
Höfuðtaugar (andlitstaugar) eðlilegar, nokkur vöðvagigt í hnakka. — Á
hægri hhð líkamans er minnkað snerti- og sársaukaskyn. Sinareflexar (við-
brögð) eru auknir lítið eitt á útlimum hægra megin, og er aðkenning af
„fót-klonus“ h. megin.
Heyrn er minnkuð á báðum eyrum, stafar heyrnardeyfan frá heymar-
taugunum (Cochlear typa). Augnskoðun: eðlileg að öðru leyti en að sjúkl.
er fjarsýnn.
Línurit af hjarta: eðlilegt. Röntgenmynd af hauskúpu eðlileg. Blóðsökk:
33 mm á klst. (eðlilegt).
Línurit af heila: á takmörkmn, að megi teljast eðlilegt, þó ekki „focal“
einkenni, þ. e. einkrnn frá afmörkuðu svæði eða sérstökum stað.
Heilablástur með lofti og röntgenmyndatöku: sýndi dálítið vikkuð heila-
hólf, hægri heilahólf nokkuð víðari en þau vinstri. Á yfirborði heilans er
mikið loft.
Röntgenmjmdun á heilaæðakerfi (carotisangiografi): heilaæðar eðlilegar
að stærð (vidd) og vel fylltar, og liggja þær rétt, og eru engin einkenni
um blóðstorku (hæmatom), hvorki inni í heilavef né utan á heila (undir
heilabasti).
Er sjúklingurinn kom á sjúkrahúsið, kvartaði hann um höfuðverk í hvirfh,
sem versnaði við áreynslu.
Þess er getið, að höfuðverkminn hafi horfið með öllu eftir heilablásturinn.
S. var nú góður til heilsu, en hvíldi sig að læknisráði þar til viku af októ-
ber síðast liðnum. Hann vann fulla vinnu allan daginn, en brátt fór hann
að fá þyngsh í höfuðið, ef hann vann allan daginn. Seinni hluta október
fékk hann inflúenzu og var frá vinnu 1—2 vikur. Hann vann svo allan