Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 104
1963
— 102 —
með 39 stiga hita í 2—3 daga. Og þó nokkur dæmi veit ég þess, að menn
veiktust af sprautunni með háum hita og fengju svo inflúenzu 3 vikum
seinna, engu vægari en aðrir í nágrenni þeirra. Meira að segja var eitt
af þeim fáu lungnabólgutilfellum, sem sigldu í kjölfar inflúenzunnar,
hjá manni, sem lá í 2 daga með 39 stiga hita eftir sprautuna 3 vikum
fyrr. 1 stuttu máli: Þess varð ekki vart, að ein bólusetning, gerð 2—3
vikum áður en veikin kom, drægi úr inflúenzunni, hvorki útbreiðslu né
einstökum tilfellum. Virtist þar einu gilda, hvort menn höfðu veikzt af
bólusetningunni eða ekki. Kúabólusetning, frumbólusetning, féll að
mestu niður á árinu. Endurbólusetning var framkvæmd í sambandi við
skólaskoðun. Haldið var áfram bólusetningum við mænusótt, og rækir
fólk þær enn samvizkusamlega, það er ef héraðslæknir boðar fólk sam-
an til þeirra á vissum stað og tíma. Ef þær ættu að byggjast á aðgæzlu
og framtaki foreldranna, yrði minna um þær. Ónæmisaðgerðir í dreif-
býli kosta mikla vinnu, aðhald og áróður af hálfu héraðslæknis.
Kópaskers. Nokkuð almennt, að börn séu bólusett gegn mænusótt og
með trivax. Á fyrstu mánuðum ársins var bólusett gegn Asíuinflúenzu,
og varð hennar varla vart hér í héraðinu. En óþægindi og hitahækkun
fengu margir af bóluefninu.
Norður-Egilsstaða. Framkvæmdar eins og að undanförnu, og fólk
lætur undantekningarlaust bólusetja börn sín gegn mænusótt, barna-
veiki og kikhósta. Allmargir bólusettir gegn inflúenzu á árinu. Um
árangur er erfitt að dæma, en allmargir urðu veikir eftir bólusetning-
una, og nokkrir munu hafa fengið inflúenzu samt sem áður. Tel eitt
tilfelli hafa komið af serösum meningo-encephalitis eftir inflúenzu-
bólusetningu.
Austur-Egilsstaða. Bólusett gegn inflúenzu með marggildu bóluefni.
Venjulegar ónæmisaðgerðir fóru fram með venjulegum hætti. Fjölgar
foreldrum, sem láta bólusetja börn sín, svo sem æskilegt er.
Eskifj. Bólusett var gegn inflúenzufaraldrinum í apríl—maí með
mjög góðum árangri.
Djúpavogs. Fólk var mjög fíkið í bólusetningu gegn inflúenzu, en
margir urðu talsvert lasnir af og verða því rólegri næst, ef að líkum
lætur.
Víkur. Skipulegar ónæmisaðgerðir voru óþekktar í héraðinu, og öll
börn innan 4 ára aldurs höfðu farið á mis við slíkt. Þessu var kippt
í lag á árinu.
Keflavíkur. Ég bólusetti gegn inflúenzu hiá nokkrum fyrirtækjum,
og gáfu þau öll starfsfólki sínu kost á ókeypis bólusetningu hjá mér.
Nokkrir þágu þetta boð ekki, og veiktust þeir flestir. Það var einróma
álit eigenda þessara fyrirtækja, að bólusetningin hefði heppnazt vel
og komið í veg fyrir stórtjón.
Hafnarfj. Önæmisaðgerðir fara fram á Heilsuverndarstöð Hafnar-
fjarðar að undanteknum endurbólusetningum gegn bólusótt, sem hér-
aðslæknir annast í öllum skólum héraðsins.