Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 108
1963
— 106 —
VII. Slysfarir.
A. Slys.
Slysfaradauði og sjálfsmorð síðasta áratug teljast sem hér segir:
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Slysadauði 70 68 61 65 77 121 63 86 86 112
Sjálfsmorð 19 23 20 14 9 11 13 19 17 15
Rvík. í Slysavarðstofu Reykjavíkur komu á árinu til fyrstu aðgerða
15948 sjúklingar, 10798 karlar og 5150 konur. Aðgerðir voru alls 30195.
Banaslys í Reykjavík urðu 35.
Akureyrar. Slys meðhöndluð á slysastofu F. S. A.: Abrasio 44, con-
tusio 11, distorsio 9, vulnus 373, vuln. c. rupt. tendin. 2, combustio 27,
fractura ossis nasi 2, ossis claviculae 9, humeri 5, antibrachii 12, ossis
radii 29, ossis manus s. digit. 26, navicularis 4, ossis tibae 4, fibulae 2,
ossis pedis 6, luxatio humeri 2, menisci 1. Corpus alienum oculi 15,
auris 3, manus s. digiti 31, pedis 2, nasi 3, oesophagi 2.
B. Slysavarnir.
Frá Slysavarnafélagi Islands barst þessi greinargerð:
Eins og áður var megináherzla lögð á að halda við og bæta það ör-
yggiskerfi, sem S. V. F. I. hefur komið upp í landinu og kringum það.
Félagið heldur uppi margháttaðri fræðslustarfsemi í öryggis- og björg-
unarmálum, bæði í útvarpi og einnig á fræðslufundum, sem erindrekar
félagsins halda víðs vegar um landið. Þá hefur og verið tekin upp skipu-
lögð kennsla í meðferð og notkun gúmbjörgunarbáta og lífgun úr
dauðadái. Eru þessi námskeið haldin fyrir alla sjómenn í öllum ver-
stöðvum landsins. Árin 1962 og 1963 voru tvö skipbrotsmannaskýli reist
á Vestfjörðum. Sjúkraflug er styrkt með miklum fjárframlögum á
hverju ári. Tala þeirra sjúklinga, sem fluttir voru 1962 og 1963 með
vélum, sem félagið er aðili að, voru 231 og 266. tJr sjávarháska var
bjargað 1962 og 1963 172 og 167 mönnum.
Akranes. Slysavarnadeildir starfa hér tvær að fjársöfnun til slysa-
varna, og mun kvennadeildinni að minnsta kosti verða vel ágengt. Nám-
skeið í hjálp í viðlögum var ekki haldið vegna ónógrar þátttöku, en aftur
á móti fór fram kennsla og æfingar í þessum greinum í gagnfræðaskóla
Akraness, og er ætlunin, að því verði haldið áfram framvegis.
Grenivíkur. Þrjú skipbrotsmannaskýli eru í héraðinu.
Hafnarfj. Slysavarnafélagið Hraunprýði vinnur enn ötullega að fjár-
söfnun til styrktar slysavörnum.