Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 146
1963
— 144 —
1550 sýnishorn af mjólk, mjólkurvörum, neyzluvatni o. fl., sem tekin
voru af heilbrigðisyfirvöldunum eða í samráði við þau. Sýnishorn
bárust frá borgarlækninum í Reyikjavík (1532), heilbrigðisfulltrúanum
á Akureyri (3), héraðslækninum á Hellu (1), héraðslækninum á
Hvammstanga (2), heilbrigðiseftirliti Keflavíkur (1), héraðslæknin-
um á Kirkjubæjarklaustri (2), héraðslækninum í Ólafsfirði (2), hér-
aðslækninum í Reykhólahéraði (1), héraðslækninum í Vestmannaeyj-
um (3) og eftirlitsmanni lyfjabúða (3). Sýnishornin skiptust þannig
eftir tegundum:
Mjólk ......................... 598
Súrmjólk ....................... 35
Rjómi ......................... 200
Undanrenna ..................... 36
Skyr ........................... 47
Mjólkur- og rjómaís ............ 78
Mjólkurflöskur ................. 65
Vatn .......................... 129
Uppþvottavatn ................. 164
Brauð og kornvara .............. 31
Kæfa ........................... 79
Annað kjötmeti ................. 18
Fiskmeti ....................... 14
Salöt .......................... 35
Egg ............................. 3
Umbúðir ......................... 4
Lyfjaglös ....................... 3
Ýmislegt ..................... 11
Um niðurstöður rannsóknanna skal þetta tekið fram:
Mjólk til gerilsneyðingar. Flokkun, 91 sýnishorn: 20 í I. flokk, 65 í
II. flokk og 6 í III. flokk. Gerlafjöldi, 91 sýnishorn: 73 með gerlafjölda
undir 1 milljón og 18 með gerlafjölda yfir 1 milljón pr. 1 cm3. Mjólk,
gerilsneydd. Fosfatase-prófun, 504 sýnishorn. Öll nægilega hituð. Gerla-
fjöldi, 504 sýnishorn: 437 með gerlafjölda undir 30 þúsund pr. 1 cm3,
50 með 30—100 þúsund og 17 með yfir 100 þúsund pr. 1 cm3. Coli-titer,
sömu sýnishorn: 42 pósitív í 2/10—5/10 cm3 og 22 í %0o cm3. Af 504
sýnishornum reyndust 10 hafa of litla feiti. Á 84 sýnishornum af geril-
sneyddri mjólk frá borgarlækninum í Reykjavík var gerð sérstök próf-
un á geytmsluþoli, og var skýrsla um þær niðurstöður send borgar-
lækninum. Sýrð mjólk. Feiti, 35 sýnishorn: Reyndust hafa nægilega
feiti. Coli-titer, 35 sýnishorn: 9 pósitív í 2/10—%0 cm3 og 6 í %00 cm3.
Rjómi, gerilsneyddur. Storchs-prófun, 158 sýnishorn: öll nægilega
hituð. Feiti, 158 sýnishorn: 2 höfðu of litla feiti. Gerlafjöldi, 159 sýnis-
horn: 148 með gerlafjölda undir 30 þúsund pr. 1 cm3, 4 með 30—100
þúsund og 7 með yfir 100 þúsund pr. 1 cm3. Coli-titer, sömu sýnishorn: