Hugur - 01.01.2015, Síða 33
Hugtökin búa í hjarta okkar 33
og er meginrótin að túlkunarvanda eins og hann hefur þróast gegnum tíðina,
þ.e.a.s. þetta sjálfstæði ritmálsins.
Ein spurning sem vaknar í þessu samhengi varðar muninn á skynsamlegri orðræðu
og því hvernig við túlkum hana annars vegar og hins vegar á frásögnum eða sögum.
Þú hefur fjallað um þetta í greininni „Saga and Philosophy“. Er mikill munur á því
hvernig það er að túlka þessa tvenns konar orðræðu, sem sagt röklega heimspekilega
orðræðu, getum við sagt, eða vísindalega orðræðu og hins vegar frásagnir eða sögur?
Ég myndi segja að það væri verulegur munur á því að ætla sér að túlka skáldverk
og að túlka heimspekirit, þó svo að í sumum tilvikum geti þetta runnið saman,
vegna þess að skáldverkið getur verið mjög heimspekilegt eða heimspekiritið haft
mjög sterka skáldlega skírskotun eða verið þannig að þetta getur hæglega runnið
saman. Höfundar á borð við Jacques Derrida og Martin Heidegger, Paul Ricœur
og fleiri, eru oft á mörkum skáldskaparins og heimspekinnar. Þarna eru hugtök
á borð við líkingar og metafórur sem leika hugsanlega lykilhlutverk í túlkun-
inni. Þarna er valdið á málinu sem um er að ræða gífurlega mikilvægt. Almennt
séð myndi ég vilja gera sæmilega skörp skil á milli túlkunar í bókmenntum og
túlkunar í heimspeki út frá því að markmiðið er annað. Það sem einkennir skáld-
skapinn eða frásögnina, er oftast það að hún tengist annaðhvort raunverulegum
eða ímynduðum atburðum og það er ákveðin framvinda, það er ákveðið upphaf
og ákveðinn endir, það er ákveðið plott, það er ákveðið samsæri eða ákveðnar
intrígur sem túlkandinn þarf að ráða í þegar hann les, eða lesandinn þarf að ráða í
ef hann ætlar að skilja viðkomandi. Síðan er annað einkenni sem er svo mikilvægt
í túlkun frásagna almennt, það er að frásagnir eru byggðar upp með myndræn-
um hætti, við ímyndum okkur t.a.m. Njálssögu eða brennuna sjálfa, þar sem er
dregin upp ákveðin mynd sem er stillt inn í ákveðna framvindu, ákveðna sögu
þar sem ákveðnar persónur leika lykilhlutverk. Í heimspekinni er yfirleitt ekki
um að ræða persónur í sama skilningi og við erum með í frásögnum. Hins vegar
reyni ég í greininni „Saga and Philosophy“, í samnefndri bók, að færa rök fyrir
því að frásagnirnar fylli að vissu leyti upp í heimspekina og að eiginleg heimspeki
þarfnist frásagnar til þess að ná ákveðinni fyllingu fyrir hugsunina. Ef ég man rétt
þá reifa ég í einni af greinum mínum hvernig menn hugsa sér t.a.m. að kenning
Karls Marx um kommúnismann verði að veruleika. Þetta er ímynduð frásögn
sem menn sjá fyrir sér, en sem byggist ekki á neinni handfestu í heimspekikenn-
ingum og þarfnast miklu fremur, mér liggur við að segja, trúarlegrar, skáldlegrar
fyllingar til þess að fá merkingu. Svo má líka segja að frásögnin kalli á heim-
spekina vegna þess að sagan er ákveðin framvinda, hún á sér stað. Dæmi sem er
feikilega umhugsunarvert fyrir okkur Íslendinga og við höfum ekki enn hugsað
sem skyldi, er sú heimspeki sem nær að þróast á 12. og 13. öld hjá okkur. Sú heim-
speki leiðir okkur í þær ógöngur sem Sturlungaöldin var fyrir okkur Íslendinga,
þar sem hugsunin er greinilega komin út í móa ef ég má orða það þannig. Ís-
lenskir bændur og íslenskir höfðingjar missa fótanna heimspekilega séð, þ.e.a.s.
hugsunin er ekki í lagi og þá gerast hinir óhuggulegustu atburðir. Þarna tvinnast
saman og verða átök á milli heimspekilegrar hugsunar og frásagnarhugsunar. Mér
Hugur 2015-5.indd 33 5/10/2016 6:45:02 AM