Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 37

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 37
 Hugtökin búa í hjarta okkar 37 Hvernig svarar þú þá þessari gagnrýni að til þess að vita hvað hamingja raunverulega er þurfum við að hafa einhverjar hugmyndir um hvers konar vera maðurinn er og setja hamingjuhugtakið í samhengi við einhvers konar sálarfræði? Í greiningu minni á hamingjunni þá var ég ekki með sálarfræði í huga og það er reyndar ein skýringin á ákveðnum misskilningi sem gætir í gagnrýni Eyjólfs Kjalars á hamingjukenningu mína. Hann virðist líta svo á að að ég hafi verið að móta sálarlífskenningu um hamingjuna sem er alls ekki. Greining mín er af allt öðru tagi. Hún felst í því að afmarka viss viðhorf til hamingjunnar sem ýmist geta verið huglæg eða hlutlæg í eðli sínu. Þannig er hægt að leggja hamingju að jöfnu við ánægju, líta svo á maður sem ekki er ánægður geti varla talist hamingjusamur. Þetta er huglægt viðhorf til hamingjunnar. Ef við förum yfir í farsældina, þá kallar farsældin á allt aðra afstöðu. Eins og ég skil hugtakið er farsæll maður sá sem farnast vel og það eru aðrir sem dæma um það. Það er hlutlægt viðhorf og við höf- um ákveðnar viðmiðanir um það hverjir eru farsælir og hverjir ekki, við vitum það í aðalatriðum. Þarna eru tvö gjörólík viðhorf. Menn gætu haldið því fram að hér séu tvær ólíkar kenningar um hamingjuna en ég myndi ekki endilega vilja fallast á það. Ég myndi telja að þarna værum við annars vegar með hlutlægt viðhorf og hins vegar huglægt viðhorf. Síðan eru þessi orð eins og gæfa, en á íslensku eigum við enn eitt skemmtilegt orð sem tengist hamingjunni, sem er lán, vera lánsamur. Við tölum um að lánið leiki við menn, sumir eru alltaf heppnir. Heppni tengist þessu gæfuviðhorfi, það er eins og sumum sé allt gefið, og aftur er þarna eitthvað hlutlægt. Þú hefur hlutlægt viðhorf til farsældar og hlutlægt viðhorf til gæfunnar. Ég nefndi líka að hamingjusamur maður nýtur gleði, sá sem er óánægður eða fúll er vansæll, hann vantar einhverja gleði í lífið. Þetta viðhorf er huglægt. Það er svo margt ólíkt sem gleður, gleði vaknar af mjög ólíku tilefni, þannig að það er útilokað að gera lista yfir allt sem gleður fólk. Þarna erum við aftur komin í þetta huglæga viðhorf. Þessi heimspekilega umræða þín um hamingjuna er þá einhvers konar málgreining – greining á því hvernig við tölum um hamingjuna? Já, ég myndi samþykkja það. Heimspeki er auðvitað að verulegu leyti greining á merkingu orða og tilraunum til að túlka þau og skýra sem hugtök. Með hugtaki á ég þá við það að það eru ákveðin atriði í veruleikanum, í mannlífinu sem við getum hugsað og skilið eins og hugtakið gleði, svo ég grípi aftur til þess. Þarna er íslensk tunga gullnáma fyrir heimspekiiðkun eins og öll tungumál eru í sjálf- um sér, en við Íslendingar höfum ekki lagt okkur nægilega mikið eftir þessu. Nú er ég búinn að vera að gera greinarmun á huglægum og hlutlægum hliðum hamingjunnar og nú langar mig til að bæta við einum greinarmun til viðbótar, annarri tvískiptingu. Það er að við erum annars vegar skapandi verur og hins vegar erum við móttækilegar verur, við erum skynjandi verur og njótum þess sem að okkur berst, matar, drykkjar, listaverka sem við höfum í kringum okkur o.s.frv. Ég held að þessi greinarmunur skipti sköpum til skilnings á hamingju, vegna þess að sá sem er skapandi nýtur jafnframt gleði af einhverju tagi. Ég held að gleði Hugur 2015-5.indd 37 5/10/2016 6:45:03 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.