Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 44

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 44
44 Maurice Merleau-Ponty ekki hluta líkama míns saman einn af öðrum: Þessi þýðing og þessi samsetning eru leidd til lykta í eitt skipti fyrir öll inni í mér; þau eru sjálfur líkami minn. Myndum við þá segja að við skynjum líkama okkar í ljósi byggingarlögmála hans eins og við þekkjum fyrirfram alla mögulega fleti tenings í ljósi rúmfræðilegrar byggingar hans? Án þess að segja nokkuð á þessu stigi um ytri hluti kennir sjálfur líkaminn okkur á ákveðna tegund einingar sem felst ekki í því að fella eitthvað undir lögmál. Svo lengi sem hinn ytri hlutur stendur fyrir framan mig og birtist þeim sem virðir hann fyrir sér í kerfisbundnum breytileika sínum, rannsakar hug- urinn hinn ytri hlut í frumatriðum sínum og má, í það minnsta til að byrja með, skilgreina hann með tilliti til þess lögmáls sem breytileiki hans lýtur. En ég er ekki fyrir framan líkamann, ég er inni í honum, eða öllu heldur er ég hann. Hvorki er því hægt að fastsetja breytileika hans né óbreytileika með skýrum hætti. Við virðum ekki einungis fyrir okkur sambandið á milli ólíkra hluta líkama okkar, og samsvörun hins sjáandi og hins snertandi líkama: Við sjálf erum það sem heldur saman þessum handleggjum og fótum, það sem bæði sér þá og snertir. Svo grip- ið sé til orðfæris Leibniz er líkaminn „lögmálið um nægilega ástæðu“ breytinga sinna. Ef enn er hægt að tala um túlkun í sambandi við skynjun eigin líkama, þarf að orða það svo að hann túlki sjálfan sig. Hér birtast hinar „sjónrænu upplýsingar“ aðeins í gegnum snertiskyn og upplýsingar frá snertingu einungis í gegnum sjón, hver einangruð hreyfing ávallt á grunni einhverrar alhliða stöðu, hver líkamlegur atburður – hver svo sem „greinandinn“ er sem afhjúpar hann – á grunni þýðingar þar sem fjarlægustu áhrif eru í það minnsta gefin til kynna og möguleikinn á sam- skynjanlegu jafngildi er jafnóðum til staðar. Það sem sameinar „snertiskynjanir“ handar minnar og tengir þær sjónrænum skynjunum á sömu hendi, og skynj- unum á öðrum hlutum líkamans, er ákveðinn stíll á handahreyfingum mínum og felur í sér ákveðinn stíl á fingrahreyfingum mínum, og stuðlar enn fremur að ákveðnum líkamsburðum.9 Líkamanum er ekki hægt að líkja við efnislegan hlut, heldur fremur við listaverk. Á málverki eða í tónverki er ekki hægt að miðla hug- myndinni með öðru en litum og hljóðum. Hafi ég ekki séð myndir eftir Cézanne getur greining á verkum hans veitt mér hugboð um ólík málverk, en ekki fyrr en ég skynja verkin sem leiða mér fyrir sjónir hinn eina sanna Cézanne verður slík greining mér að fullu skiljanleg. Hið sama á við um ljóð eða skáldsögu, þó að þau samanstandi af orðum. Það er alþekkt hvernig ljóð, þótt það hafi yfirborðslega merkingu sem þýða má í laust mál, á sér í huga lesandans aðra tilvist sem gerir það einmitt að ljóði. Rétt eins og mælt mál lætur merkingu ekki einungis í ljós með orðum, heldur einnig með framburði, tónfalli, látbragði og svipbrigðum, og þar sem þessi merkingarauki afhjúpar ekki hugsanir mælandans heldur upp- sprettu hugsana hans og grunnveruhátt, þannig er ljóðlistin – ef svo vill til að hún geymi frásögn og merkingu – í grunninn ákveðið tilbrigði tilvistarinnar. Hún er ólík öskrinu vegna þess að það notfærir sér líkama okkar eins og náttúran færði okkur hann, þ.e. snauðan af tjáningarleiðum, en ljóðið notast á hinn bóginn við 9 Uppbygging beinagrindarinnar getur ekki, jafnvel á vísindalegu sviði, gert grein fyrir þeim stöð- um og hreyfingum sem sérkenna líkama minn. Sbr. La Structure du Comportement, bls. 196. [París, 1942] Hugur 2015-5.indd 44 5/10/2016 6:45:06 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.