Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 58

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 58
58 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Tvíræðni Leib: Hlutgerving líkamans Líkaminn hefur hins vegar alltaf innbyggða ákveðna tvíræðni. Þegar við beinum sjónum okkar að hinum lifða líkama þá hlutgerum við hann. Í þeirri hlutgervingu birtist líkaminn okkur sem hvort tveggja, Leib og Körper. Þegar ég strýk hægri hendi minni yfir þá vinstri þá finnur hægri hönd mín áferð þeirrar vinstri, fína og mjúka húðina ofan á handarbakinu samanborið við grófari húðina í lófanum. Ég get hér hlutgert vinstri hönd mína, en ég get líka snúið skynjuninni við, ég get beint mér í „hina áttina“, og fundið með vinstri hendinni hvernig einstakir fingur dragast eftir henni. Hendur mínar geta því verið hvort tveggja, hið snert- andi og hið snerta. Það er í þessari tvíræðni sem líkaminn getur birst mér sem hlutur meðal hluta. Höndin birtist mér þá sem Körper, sem eitthvað sem deilir umhverfi sínu með bollum, hjólum og húsum. Hins vegar birtist mér höndin á sama tíma sem eitthvað sem hefur eitthvert „innra“. Ef við leyfum okkur að hunsa þetta „innra“ og tölum aðeins um höndina sem það sem er hlutgert, líkamann sem Körper, þá höfum við einangrað frá líkamanum mikilvægan þátt þess að vera líkami. Hér bendir Husserl á að innan hinnar náttúrulegu afstöðu þá lítum við gjarnan á líkamann sem Körper en hugsum sem svo að með túlkun getum við bætt hugmyndinni um hið „innra“ við þennan efnislega hlut og þá á einhvern hátt fengið fyllri skilning á honum, sem efnislegum hlut. Raunin sé hins vegar sú að þegar við skiljum þetta „innra“ til fullnustu þá birtist okkur hinn efnislegi hlutur ekki lengur sem slíkur, heldur „verður hann að lifðum líkama [Leib], hann skynjar“.29 Skynjunin er ekki eiginleiki líkamans sem efnislegs hlutar, heldur sem Leib, lifðs líkama, sem einhvers sem skynjar. Skynjunin birtist í gagnvirkni hins lifða líkama við umhverfi sitt, hún birtist þegar líkaminn er snertur, honum ýtt, hann stunginn o.s.frv. „Snerting tekur til efnislegs viðburðar. Tveir lífvana hlutir geta snerst, en þegar hinn lifði líkami snertir fylgir því samtímis skynjun á honum og í honum.“30 Hér myndi orðalag Heideggers kannski skýra málin, en hann fullyrðir að hlutir geti verið hlið við hlið, legið alveg hvor upp að öðrum, en þeir geti ekki „snerst“ því snerting sé eiginleiki Dasein, þ.e. vitundarinnar.31 Það er einmitt í tvískyninu þar sem okkur verður ljóst að hið skynjaða og hið skynjandi eru tvær birtingarmyndir sama hlutarins. Með því að geta snert og vera snert birtist hönd mín því bæði sem eitthvað „innra“ og eitthvað „ytra“ og mér verður ljóst í tvískyninu hvernig þetta innra og þetta ytra eru birtingarmyndir sama fyrirbæris. Ef ég til dæmis sker mig í fingurinn þá hef ég bæði tilfinninguna fyrir að hold mitt hafi rofnað og sársaukann sem við það myndast, en samtímis get ég líka litið 29 Sama: 152. 30 Sama: 154. 31 Heidegger, 1962: 81. Um snertingu veggjar og stóls segir hann: „Strangt til tekið, þá erum við ekki að tala um „snertingu“ í slíkum dæmum. Ekki vegna þess að við nánari rannsókn þá verði okkur ljóst að það er alltaf smá rými á milli stólsins og veggjarins, heldur vegna þess að samkvæmt skilgreiningu getur stóllinn aldrei snert vegginn, jafnvel þótt rýmið milli þeirra væri ekkert. Ef stóllinn gæti snert vegginn, þá yrði að gera ráð fyrir því að veggurinn væri eitthvað sem stóllinn gæti mætt.“ Seinasta setningin á frummálinu: „Voraussetzung dafür wäre, dass die Wand „für“ den Stuhl begegnen könnte.“ Hugur 2015-5.indd 58 5/10/2016 6:45:09 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.