Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 61

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 61
 Líkamlegar hugverur 61 okkur til að yfirsjást ákveðnir þættir í tilveru okkar sem eru grundvallaratriði í fullum skilningi á líkamleika. Eftirmáli: Líkamleiki eftir daga Husserls Það er ekki markmið þessarar greinar að kynna möguleikana sem fólgnir eru í þessum skilningi á líkamleika, né hvernig þau sem á eftir Husserl komu nýttu sér rannsóknir hans. Þó langar mig að benda á örfá slík dæmi. Tengsl Merleau- Pontys og Husserls ættu nú að vera nokkuð augljós þeim sem þekkja til þess fyrrnefnda. Það ætti því að vera ljóst að líkamleikinn var til staðar í fyrirbærafræði strax í upphafi, en birtist ekki fyrst með rannsóknum Merleau-Pontys. Skoði maður verk annarra fyrirbærafræðinga í þessu ljósi sést hvernig nálgun Husserls á líkamann er undirstaða rannsókna margra þeirra, jafnvel þótt hún sé óorðuð. Gott dæmi um slíkt eru skrif Heideggers í Veru og tíma. Þannig getur maður séð að þótt Heidegger eyði ekki ýkja mörgum orðum í lík- amann í Veru og tíma þá liggur skilningur Husserls á hinum lifða líkama rannsókn Heideggers til grundvallar.37 Þannig gerir hann greinarmun á því sem er fyrir hendi og því sem er við höndina. Það sem er fyrir hendi er það sem við beinum okkur að á meðvitaðan hátt. Ég er með hlut fyrir framan mig og ég grandskoða hann. Ég rannsaka hann og ég sé hann í hlutveruleika sínum. Slíkt gerist fyrst og fremst, að mati Heideggers, þegar eitthvað fer úrskeiðis. Það er ekki fyrr en höfuðið á hamrinum, sem ég er að beita, losnar af og ég get ekki lengur notað hann til þess að negla, að hamarinn verður fyrir mér hlutur. Fram að því var hann aðeins við höndina, það er að segja, hann var hluti af umhverfi mínu, eða jafnvel áframhald af sjálfum mér í praktískum tengslum mínum við umhverfið. Hann birtist mér ekki sem hlutur heldur sem leið að markmiði. Hér sjáum við ákveðið innsæi frá Husserl sem er leiðarstef í þessari frægu rannsókn Heideggers. Lík- aminn í þessum aðstæðum birtist ekki. Líkaminn er ekki sýnilegur heldur starfar hann sem leið að markmiði. Þannig „strokar“ líkaminn sig út úr eðlilegri beitingu okkar í umhverfi okkar. Þegar líkaminn birtist okkur ekki – í eðlilegu hversdagslífi – þá starfar hann eins og hann á að sér.  Notkun á greiningum Husserls á líkamleika hefur verið fjölbreytt. Til viðbótar við hina svokölluðu eftirmenn Husserls, líkt og Stein, Scheler, Heidegger, Sartre og Merleau-Ponty, þá má einnig minnast á nokkra aðra höfunda. Sara Heinämaa, einn fremsti fyrirbærafræðingur Norðurlandanna, hefur verið brautryðjandi í femínískri fyrirbærafræði, sérstaklega hvað varðar fyrirbærafræði- lega greiningu á kyngervi og framkomu. Þar hefur hún óspart nýtt sér greiningu Husserls á líkamleika. Einnig hefur hún gert viðamikla rannsókn þar sem hún bendir á að hversu miklu leyti de Beauvoir nýtti sér heimspeki Husserls óháð 37 Heidegger tekur raunar fram í Veru og tíma að hann ætli ekki að rannsaka tengsl líkamleika þarverunnar við veru hennar í rýminu. Sjá Heidegger, 1962: 143 og Zahavi, 1994: 76, neðanmáls. Hugur 2015-5.indd 61 5/10/2016 6:45:10 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.