Hugur - 01.01.2015, Page 75

Hugur - 01.01.2015, Page 75
 Heimspeki líkamans og heimspeki í líkamanum 75 kynjatogstreituna vegna þess að hún vill leita leiða til að komast út úr átökum sem einkennast af árásargirni og gremju. Hún kýs þess í stað að ræða um neitun því öfl þurfa á andstæðum öflum að halda til þess að haldast, til þess að dafna. Forngríska skáldið Saffó var sér meðvituð um þetta, er hún lýsti ástinni sem vindi á fjalli sem feykir eikartrénu til. Þessi myndlíking um kynin sem tré gæti verið hugsuð lengra. Til þess að kynin geti verið þau sjálf gagnvart hvort öðru þurfa þau bæði að vera sterk eins og eikartré, með miklar rætur. Þá geta vindar leikið um þau án þess þau falli um koll. Ræturnar minna líka á að það eru flókin tengsl á milli okkar neðanjarðar. Við tengjumst öll og erum hvert öðru háð og líka jörðinni sem nærir ræturnar. Vindurinn sem kraftur ástarinnar getur líka verið blærinn sem leikur um laufkrónu trésins, gælir við hana, leikur við hana og örvar. Hvernig skiptir nú þessi mismunarfemínismi sem Irigaray boðar máli fyrir heimspeki? Hvaða áhrif getur þessi heimspeki haft á heimspekilega iðju, hug- leiðingar og hugtök? Hvernig getur hún verið okkur hvati til að hugsa sem konur, verandi konur? Líkamleg heimspekileg hugsun Líkaminn er eins og áður sagði skurðpunktur ólíkra strauma femínískrar heim- speki vegna þess að hann vísar leið út úr líkamslausum mannskilningi sem löngum hefur einkennt heimspekihefðina. Gott og vel. En hvaða áhrif hefur það á okkur sem fílósóferum verandi konur? Hér í lokin vil ég kynna í stuttu máli kenningar um heimspekilega hugsun sem er hugsun út úr líkamanum. Öll hugsun er hugsun út úr líkama. Við höfum alltaf hugsað þannig því við erum líkamsverur. Nú eru hins vegar komnar fram aðferðir til þess að gagngert hlusta eftir líkamanum við heimspekilega iðju. Heimspekingar hafa löngum vitað þetta. Sókrates talaði um sína innri rödd, demón innra með sér. Skapandi heimspekiástundun var að mati Nietzsches hugsun sem má rekja til dýpri laga en til vitsmunanna. Þar með gaf hann til kynna að tilfinningar og kenndir tengist hugsun sem leitist við að taka veruleikann hugartökum. Í heimspeki samtímans hefur Eugene Gendlin þróað aðferð á mörkum heimspeki og sálarfræði sem hann kallar „focusing“.28 Ásamt Mary Hendricks hefur hann útfært þessa aðferð frekar til þess að vinna með heimspekileg hugtök og kalla þau hana „Thinking at the Edge“ eða að hugsa á brúninni.29 Hér er ekki einungis átt við að heimspekingar fari í göngutúra og fái hugmyndir á göngu, líkt og Nietzsche var þekktur fyrir. Ekki heldur að það nægi að liggja á sófanum og reykja líkt og Hannah Arendt ku hafa gert, og eins og birtist vel í kvikmynd Margarethe von Trotta um Arendt. Frekar þurfum við að spyrja hvað það var sem gekk á hjá Arendt þegar hún lá þarna og virtist niður- sokkin í sjálfa sig, eins og hún væri að skynja eitthvað inn á við þar sem orðin 28 Ég þakka Virpi Lehtinen fyrir að kynna þessar aðferðir fyrir mér. Einnig vil ég benda á að beiting þessara aðferða í heimspeki verður kynnt við sumarskóla styrktan af Erasmus+ sem heimspeki- deildir Háskóla Íslands og háskólanna í Ósló, Jyväskylä og Álaborg standa að 2016–2017. Sjá: www.genderandphilosophy.hi.is 29 Sjá www.focusing.org og http://www.focusing.org/tae.html Hugur 2015-5.indd 75 5/10/2016 6:45:14 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.