Hugur - 01.01.2015, Síða 85

Hugur - 01.01.2015, Síða 85
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 85 litið á þær sem skynjanir. Barnið er því algjörlega óvitandi um skynsemi sína og getur því ekki skoðað hana sem uppsprettu þekkingar. Hvorki minnið, er safnar saman hugmyndum sem hafa áður komið upp í hug- ann fyrir tilstyrk annarra sálargáfna, né ímyndunaraflið, er býr til hugmyndir úr hugmyndum sem sóttar eru til minnisins, láta í té hugmyndir sem virðast eins tærar og hreinar og þær sem koma upp í hugann fyrir tilstyrk „skynjunarinnar“. Vegna þessa og þeirrar staðreyndar að starfsemi minnis og ímyndunarafls lýtur auðsýnilega vilja okkar, kennir eðlið okkur ekki að fallast á þessar hugmyndir, að minnsta kosti ekki á gildi þeirra sem afurða minnis og ímyndunarafls. Þ.e., við höfum ekki tilhneigingu til að dæma á þann veg að orsök slíkra hugmynda sé neitt handan okkar sjálfra, jafnvel þó þær séu hugmyndir um líkamlega hluti og gefi með vissum hætti til kynna að þær séu „utanaðkomandi“. Minnið getur að vísu rifjað upp fyrri skynjun og þar með sem eitthvað sem var áður þekkt; en við lítum ekki svo á að við höfum öðlast þá þekkingu fyrir tilstyrk minnisins. Í slíkum tilvikum gerum við aðeins ráð fyrir því að við rifjum upp með minninu eitthvað sem við höfum áður öðlast þekkingu á fyrir atbeina skynjunarinnar. Frekari könnun minnis og ímyndunarafls leiðir í ljós aðra mikilvæga staðreynd um bernskuhugsanir okkar. Fyrst má benda á að minnið kemur ekki með neitt frumlegt upp í hugann; til þess að ákvarða einhverja hugmynd sem afsprengi minnisins þarf að skoða hana sem upprifjun fyrri hugsunar. En ólíkt minninu sýnir ímyndunaraflið okkur hugmyndir sem eru, í vissum skilningi, frumlegar: það tengir á nýjan hátt hugmyndir sem það finnur í minninu, og skapar þannig „ímyndir“ (eins og Descartes kallar þær) sem hafa aldrei áður komið upp í hugann sem heildir. En ímyndunaraflið skapar augljóslega ekki „þættina“ sem það býr myndirnar til úr; auk þess (1) lætur hin bernska „skynjun“ aðeins í ljós hugmyndir um líkamlega hluti, (2) skynsemin lætur ekkert í té nema það sem er lagt að jöfnu við „skynjun“, og (3) minnið ekkert frumlegt; þá flýtur af þessu að ekkert kemur upp í hugann, í bernsku að minnsta kosti, fyrir tilstyrk ímyndunaraflsins annað en hugmyndir um líkamlega hluti. Og þessi niðurstaða gildir líka um minnið, sem rifjar aðeins upp það sem er „skynjað“ eða ímyndað. Þetta eru, í stuttu máli, þeir hættir hugsunar og mats sem einkenna bernskuna: (1) Okkur finnst við búa yfir sálargáfunni „skynjun“ sem lætur í ljós hugmyndir – er virðast alveg tærar og hreinar – um líkamlega hluti; (2) við föllumst á þessar hugmyndir og það jafngildir því að telja þær spretta af og líkjast raunverulegum hlutum utan hugans; (3) við höldum þess vegna að „skynjunin“ sé uppspretta þekkingar, sem er þar að auki þekking á hlutum handan hugsunar okkar; og (4) þar sem við uppgötvum í sjálfum okkur engar hugmyndir nema þær sem varða líkamlega hluti, förum við að viðurkenna slíka hluti sem einu hlutina sem unnt sé að þekkja eða jafnvel hugsa sér. Samkvæmt Descartes er margt varasamt í þessari bernsku sýn á tilveruna; en vegna þess að ekkert er til sem leiðrétt gæti hana í bernsku, verða þessir hættir hugsunar og mats með reglulegri notkun að vana, sem verður áður en varir svo djúpstæður að hann ræður yfir okkur alla ævi nema heimspekin komi til bjargar. Maður sem er á valdi slíks vana – er sannfærður um að „skynjunin“ sé þekk- Hugur 2015-5.indd 85 5/10/2016 6:45:17 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.