Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 91

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 91
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 91 eða lýsa yfir aðferðarfræðilegri nauðsyn, almennum „efa“, fyrirfram – þ.e. á undan rannsókninni sem á eftir fer. Þessi efi er oftast nær talinn fela í sér bæði frestun dóma um þau efni sem áður var trúað og frestun trausts á grundvallarsálargáfum sem áður var treyst á. Hume, til dæmis, skildi kartesíska aðferð augljóslega á þenn- an hátt. „Til er ein gerð heimspekilegrar efahyggju“, segir Hume í Rannsókninni, sem gengur í veg fyrir alla könnun og heimspeki áður en hún kemst af stað, og er mjög hampað af Descartes og fleirum sem fullkominni vörn gegn villum og illa grunduðum dómum. Þessi gerð efahyggju ráðleggur oss að draga allt í efa – ekki bara allar vorar fyrri skoðanir og viðmið, heldur einnig sálargáfur vorar.12 Með orðalagi Humes gætum við kallað þessa tegund efa (eða frestun trúar) sem kynnt er til sögunnar á undan efasemdarökum, „fyrirfram-efa“ (antecedent doubt) og þá tegund sem kynnt er til sögunnar sem afleiðing af slíkum rökum „eftirá-efa“ (consequent doubt).13 Úr því að Descartes er almennt eignað það sem ég kalla almennan fyrirfram-efa – fyrirfram-efa sem er annaðhvort algildur eða algildur nema í sérstökum undantekningartilvikum14 – á ég við almennan fyrirfram-efa þegar ég tala um „fyrirfram-efa“ hér á eftir. Ekki er gert ráð fyrir því að eftirá-efi sé almennur. Fylgi við þá skoðun að fyrirfram-efi sé fastur liður í aðferðarfræði Descartesar hefur ekki minnkað. Meðal þeirra, sem nýlega hafa ritað um efnið á ensku, virðast til dæmis Kenny og Frankfurt sammála um að reglan sé: frestið dómum fyrst, hugleiðið síðan. Ennfremur eru þeir sammála um að René sé að færa rök fyrir þessari reglu í kaflanum úr Fyrstu hugleiðingu sem vitnað var til að framan. Kenny, sem ræðir málið stuttlega, viðrar ekki greinarmuninn á ótraustum rót- um og vafasömum skoðunum sem áðan var minnst á. Hann telur að René haldi því fram að „þegar við vöxum úr grasi tökum við ógagnrýnið upp margar skoðanir sem geta verið ósannar“ (sem Kenny viðurkennir fúslega) og að hann dragi síðan umsvifalaust (án frekari forsendna) þá ályktun að við verðum undireins að fresta dómum um allar skoðanir okkar. Ein af forsendunum, sem vantar í þessa rök- færslu, er að engin skoðana manns geti verið örugg nema allar aðrar séu öruggar; „rökfærsla Descartesar gerir ráð fyrir þessu,“ segir Kenny, „en hann kemur með enga sönnun fyrir því“. Kenny finnst „dulda forsendan sem gert er ráð fyrir“, og 12 Hume, Enquiry, útg. af L.A. Selby-Bigge (Oxford: Clarendon Press, 1902), XII.i (bls. 149–150); sbr. David Hume, Rannsókn á skilningsgáfunni, þýð. Atli Harðarson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1988), bls. 247). 13 Eins og „fyrirfram“ (antecedent) er „eftirá“ (consequent) einnig orðið sem Hume notar: „Til er önnur gerð heimspekilegrar efahyggju sem mætir vísindum og rannsóknum eftir að þau eru komin af stað [consequent to]. Þessi gerð efahyggju kemur upp þegar menn teljast hafa uppgötvað annaðhvort óbetranlegan fallvaltleika sálargáfna sinna eða vanhæfni sína til þess að komast að ákveðinni niðurstöðu um einhver undrunarefni sem þeir fást við í fræðum sínum.“ (Rannsókn, bls. 248.) 14 Frankfurt, til dæmis, vill undanskilja skynsemina frá fyrirfram-efa. Hugur 2015-5.indd 91 5/10/2016 6:45:18 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.