Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 93

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 93
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 93 Samt sem áður kallar Frankfurt „alveg ótvíræða og afdráttarlausa“ þá skoðun Descartesar (í sama bréfi til Clerseliers) að „maður þurfi einhverja ástæðu til þess að efast áður en maður ákveður að gera það, og þess vegna setti ég fram í Fyrstu hugleiðingu minni meginástæðurnar fyrir því að efast“ (HR II:126). Þess- ar „ástæður“ koma fram í efasemdarökfærslunum sem meginefni Fyrstu hug- leiðingar felst í. Samkvæmt skoðun Frankfurts játar Descartes því bæði og neitar að fyrirfram-efi sé aðferðarfræðileg nauðsyn. Af því leiðir að Frankfurt metur það svo að „greinargerð Descartesar … sé ekki fyllilega sjálfri sér samkvæm … Hon- um hætti til að rugla saman fyrsta og öðrum þætti ætlunarverks síns og stundum talar hann óréttilega [!] eins og efasemdarökfærslurnar fari á undan umturnun skoðana hans.“20 V En jafnvel þótt maður sé hlynntur fyrirfram-efa, eins og Frankfurt er, hlýtur mað- ur að viðurkenna að það er erfitt að halda honum til streitu, einkum ef tilgangur Descartes er hafður í huga: að ljá þekkingu okkar traustari grundvöll. Hume lét þau orð falla að „ef nokkur maður gæti … lagst í svona kartesískan efa (en aug- ljóslega getur það enginn maður) þá væri hann með öllu ólæknandi og engin rök gætu þá fært oss neina vissu eða sannfært oss um nokkurn hlut,“ enda segir hann að við „getum ekki treyst“ á neinar „sálargáfur“ sem við þyrftum á að halda í þessu skyni.21 Aðrir hafa bergmálað þessa skoðun á okkar tímum. Þannig telur Kenny að fyrirfram-efi grafi jafnvel undan efasemdarökfærslum Fyrstu hugleiðingar: Eins og Descartes hrindir áætlun sinni í framkvæmd er langt frá því að hann nái að „efast um hvaðeina sem efast verður um“. Ef hann trúir því að skilningarvitin hafi stundum blekkt hann og að stærðfræðingar hafi gert skyssur, þá virðist hann treysta bæði minni sínu og reynslu eða þeim útreikningum sem sýndu að um villur var að ræða. … Hann hlýtur einnig að viðurkenna áfram þá grundvallarreglu að setningar sem standa í mótsögn hvor við aðra geti ekki báðar verið sannar.22 Síðasta atriðið er einkar mikilvægt. Ef Descartes heldur, af einhverjum ástæðum, að fyrirfram-efa sé þörf – og einkum, eins og Hume og Frankfurt benda á, ef þessi efi beinist með ítarlegum hætti að grundvellinum sem öll þekking hans byggist á – hvernig getur þá slíkur efi, eins og Frankfurt vill að hann sé, verið „eðlilegt og viðeigandi skref í sérhverri rannsókn sem ætlar sér að vera rökrétt og skipuleg“? Með því að varpa grun á allar „rætur“ okkar – höfum við þá ekki einmitt neitað okkur um að beita skynseminni, sem er þegar öllu er á botninn hvolft, ein af þessum rótum? Og ef við undanskiljum skynsemina, erum við þá ekki í sjálfu höfuðatriðinu búin að bíta í skottið á okkur? Við hljótum að horfa til þess að 20 Frankfurt, Demons, bls. 18, 22. 21 Hume, Rannsókn á skilningsgáfunni, bls. 247 (Enquiry, XII, i). 22 Kenny, Descartes, bls. 20. Hugur 2015-5.indd 93 5/10/2016 6:45:19 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.