Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 95

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 95
 Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 95 vegna ekki að viðurkenna líka gildi skilningarvitanna sem vinnutilgátu (þangað til eitthvað fer úrskeiðis)? Það sem virðist gera það að verkum að um útúrsnúning er að ræða, er að gera fyrirfram upp á milli skynsemi, skilningarvita og annars grundvallar (sé hann einhver), hleypa einum í gegn en öðrum ekki. Satt best að segja er það ekki aðferðarfræðilega óaðfinnanlegt. VI Hvernig myndi René eða hversdagsmaðurinn – menn sem eru í viðjum for- dóma – taka röksemdum Frankfurts í þá veru að viðurkenna beri skynsemina „sem vinnutilgátu“ sem sé undanskilin fyrirfram-efa? Eins og ég sagði áðan hlýt- ur framgangsmáti Descartesar, ef hann á að hafa tilætluð áhrif, alltaf að virðast sennilegur í augum þeirra áheyrenda sem honum er beint til. Nú segir Frankfurt að fyrirfram-efi sé nýtilegur ef við undanskiljum skynsem- ina frá honum; samkvæmt Frankfurt eigum við því að biðja hversdagsmanninn, rétt um leið og við erum, ef svo má segja, nýbúin að heilsa honum með handa- bandi, um (1) að efast um nánast allt, en (2) undanskilja skynsemina frá efanum. Við skulum, umræðunnar vegna, um stundarsakir gera ráð fyrir því að unnt sé að fá hversdagsmanninn til að beita fyrirfram-efa; að hann sé, án knýjandi efasemdarökfærslna, tilleiðanlegur til að fresta dómum um fyrri skoðanir sínar og fresta trausti sínu á áður viðurkenndum sálargáfum. Þá gellur í okkur: „En bíddu aðeins við! Áform okkar fellur um sjálft sig nema því aðeins að þú undanskiljir skynsemina frá þessum efa; vildirðu nú ekki vera svo vænn að gera það?“ Finnst hversdagsmanninum þetta aðlaðandi bón? Við skulum taka eftir því, sem Frankfurt gerir ekki, að ef þú berð spurningu upp við hversdagsmanninn þá heldur hann væntanlega að þú eigir við rökhugs- unina, sem hann telur að skynsemin sé. Og þó að hann treysti þessum grundvelli upp að vissu marki, þá mun hann spyrja eins og Polyander í Leitinni að sannleik- anum: „Er nokkur sem getur efast um að skynjanlegir hlutir … séu miklu vissari en aðrir?“ (HR I:313). En ef maður trúir þessu – að það sem er augljósast sé gefið í skynjun – þá mun hann örugglega gapa af undrun yfir því að skynjunin eigi í þessu tilliti að víkja fyrir skynseminni. Nú skulum við hyggja aftur að því sem við gáfum okkur, umræðunnar vegna, að hversdagsmaðurinn léti tilleiðast að viðurkenna fyrirfram-efa. Þetta er vissulega einkennileg forsenda ef við höfum þann mann í huga sem situr fastur í viðjum fordómanna. Hann er ekki heimspekingur, sem getur tekið til greina sem alvar- legan möguleika furðulegustu tilgátur og viðhorf. Hann er „jarðbundinn“ maður sem trúir því að ekkert sé augljósara en hinn hverdagslegi heimur hlutanna sem hann þekkir með „skynjuninni“: hann er einmitt hversdagsmaðurinn. Hvaða geð- þóttaákvörðun gæti valdið því að hann tæki fyrirfram-efa sem gildan? Frankfurt og Kenny svara því til að það sé nú kannski ekki beinlínis geðþótti. René hefur, þegar öllu er á botninn hvolft, við ýmis tækifæri uppgötvað ósannar skoðanir hjá sjálfum sér – og hver hefur svo sem ekki gert það? Þetta, segja þeir, gerir það að Hugur 2015-5.indd 95 5/10/2016 6:45:20 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.