Hugur - 01.01.2015, Síða 96

Hugur - 01.01.2015, Síða 96
96 Mikael M. Karlsson verkum að honum virðist þörfin á fyrirfram-efa einkar trúverðug. En ef svo er, þá er hann í meira lagi sérvitur. Því að stuttu síðar, þegar hann nefnir að skiln- ingarvitin séu ekki traustsins verð af því að þau blekki stundum, svarar hann því undireins til að almennt vantraust á skilningarvitunum sé óskynsamlegt því að hann geti greint milli blekkinga skilningarvitanna og tilvika þar sem þau blekkja ekki. Á honum þá að þykja vænlegur kostur að efast um allt á þeim forsendum að sumir hlutir séu vafasamir? Að lokum er mér spurn: „Hvernig gæti fyrirfram-efi þjónað þeim tilgangi kartesískrar aðferðar að vera endurhæfing? Á hvaða hátt gæti hann hjálpað til við að brjóta á bak aftur mátt vanans, sem skerðir skynsemina og heldur henni óburðugri?“ Miðað við það sem við vitum um viðjar fordómanna, væri ekki úr vegi, sem fyrsta skref, að losa um þau tök sem „skynjunin“ og viðföng hennar hafa á hugsun þess manns sem er fangi fordómanna. Þegar öllu er á botninn hvolft er það þetta sem undirokar skynsemina, þann þekkingargrundvöll sem gæti reynst traustsins verður – ef við gætum leyst hann úr fjötrum. Til að losa um þessi tök, sem Descartes áréttar hvað eftir annað að séu geysisterk, virðist í fyrsta lagi nauðsynlegt að taka „skynjunina“ fyrir sérstaklega og finna leið til að rýra hana trausti – leið sem myndi sýnast sannfærandi fyrir mann í fjötrum fordóma. Og úr því að hann reiðir sig fyrst og fremst á „skynjun“ verðum við einhvern veginn að láta skynjunina grafa undan sjálfri sér. Þegar þetta hefði verið gert sæti fangi for- dómanna uppi með skynsemi sína, sem vaninn bindur að vísu enn við að fást við myndir. Næst myndum við því vilja losa manninn undan þessum vana. Með því að knýja fram kreppu þar sem skynsemin yrði augljóslega rúin trausti nema hún léti myndirnar róa og beindist þess í stað að hugmyndum hreinna skilningsþátta, getum við kannski náð tilgangi okkar. Þannig yrðu vanabundnir fordómar brotnir á bak aftur og skynseminni komið á réttan kjöl. Endurhæfingin krefst þess því augljóslega að menn afmarki sig og vinni skipu- lega að markmiðinu, hún gengur ekki upp með því að byrja á almennum og óafmörkuðum efa. Undanfarandi efi myndi egna viljann til átaka gegn hinum öflugu vanabundnu fordómum og viljinn gæti í mesta lagi haldið slíkum átökum til streitu um stundarsakir. Auk þess myndi vaninn, sem myndar fordómana, ekki verða fyrir neinum skakkaföllum eftir þessi átök. Þannig er tilgangslaust að beita fyrirfram-efa í endurhæfingarskyni. Máttur kartesískrar endurhæfingar felst í efasemdarökfærslunum sem egna slæmar venjur hugans hverja gegn annarri eða gegn sjálfum sér –  og þeim tilgangi væri illa þjónað með því að fresta því að beita þeim. Þetta held ég að sé einmitt það sem gert er með efasemdarökfærsl- um Hugleiðinganna. Endurhæfingartúlkunin skýrir ekki aðeins hvers vegna slíkra rökfærslna er þörf, heldur einnig hvers vegna þær eru settar fram í tiltekinni röð. Í Leitinni að sannleikanum segir Eudoxus að maður skyldi í eitt skipti fyrir öll einsetja sér að hreinsa úr ímyndun sinni allar þær ónákvæmu hugmyndir sem hafi fram til þessa tekist að greypa sig í hana og byrja af alvöru að mynda sér nýjar, og beita til þess öllum skiln- ingskröftum sínum. [HR I:312] Hugur 2015-5.indd 96 5/10/2016 6:45:20 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.