Hugur - 01.01.2015, Side 102

Hugur - 01.01.2015, Side 102
102 Mikael M. Karlsson að René geti það ekki, þá verðum við samt vissulega að greina milli rökhugsunar og Skynsemi og hafa það á hreinu að hinn kartesíski efasemdamaður þarfnast skynsemi í mynd rökhugsunar frá upphafi, annars gæti hann ekki hrint áformi sínu í framkvæmd. Ennfremur ætti honum að vera það ljóst að þetta er svona (nema að hann skilur ekki hve skilningur hans á skynseminni er takmarkaður). Ef við göngum að því vísu að greinarmunur sé á rökhugsun og Skynsemi, og að René geti ekki enn gert þennan greinarmun, þá getum við séð hvernig efast má um skynsemina í Fyrstu hugleiðingu, og að það væri ósannfærandi ef það væri ekki gert. Því að annars væru skallar í endurhæfingunni. Maður sem er í viðjum fordómanna leggur traust sitt fyrst á „skynjun“ og þar næst á rökhugsun. Ekki verður unnt að sigrast á fordómunum nema með því að rýra traust hans á þessu tvennu. Eftir draumarökin er skynjunin rúin trausti. Þetta er herfilegur ósigur fyrir fordómana, þar sem skynjunin átti að vera sá grundvöllur sem þekking á hlutum utan hugans hvíldi á. En rökhugsunin átti líka að færa þekkingu og þegar skynjunin er rúin trausti er það er því óhjákvæmilegt að fangi fordómanna halli sér að rökhugsuninni; því þarf að ráðast næst á hana ef takast á að sigrast á for- dómunum. Við getum verið sammála um að Frankfurt hefur, á vissan hátt, rétt fyrir sér þegar öllu er á botninn hvolft. Descartes telur vissulega, eins og við höfum tekið eftir, að maður í viðjum fordómanna geti ekki aðgreint skynsemina frá skynjun- inni. En jafnvel þótt svo sé, er rökhugsun ekki einföld skynjun, og René myndi ekki telja að hún væri það. Þannig dregur skýring Frankfurts, að mínum dómi, fjöður yfir það mikilvæga atriði að (skynsamlega) rökhugsun megi draga í efa í Fyrstu hugleiðingu og að hún sé dregin þar í efa. Ennfremur, úr því að efasemda- maðurinn getur ekki greint á milli rökhugsunar og Skynsemi, telur hann að það, sem hann dregur í efa, sé skynsemin. Það er því ekki undarlegt að René skuli vera jafn niðurdreginn og hann er í lok Fyrstu hugleiðingar. Þar sem hann er maður í viðjum fordómanna, hélt hann að til væri tvenns konar grundvöllur sem léti honum í té hugmyndir sem hann gæti trúað: „skynjun“ og skynsemi (sem hann leggur að jöfnu við rökhugsun). En með efasemdarökum var unnt að rýra „skynjunina“ trausti og sýna að allar skoðanir sem hvíldu á henni væru vafasamar. Nú steðjar sama ógn að skynseminni og ef hann getur ekki með einhverju móti komið í veg fyrir að hún verði rúin trausti, situr hann uppi án skoðana sem hann getur treyst og án sálargáfu sem hann getur reitt sig á. Eftir því sem hann fær best séð er René kominn mjög nálægt altækum eftirfylgjandi efa í lok Fyrstu hugleiðingar, því hann hefur enn ekkert hugboð um skilningsljós náttúrunnar. X Efinn gagnvart skynseminni í Fyrstu hugleiðingu er því, eins og ég skil hann, í rauninni ekki fullkominn og hinn eftirfylgjandi efi því ekki altækur, jafnvel ekki frá sjónarhorni Renés sem enn er tiltölulega þröngt. Ef svo væri hefði René aldrei Hugur 2015-5.indd 102 5/10/2016 6:45:22 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.