Hugur - 01.01.2015, Side 127

Hugur - 01.01.2015, Side 127
 „Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 127 eftir hrun er auðvelt að detta í ákveðinn gagnrýninn kaldhæðnisgír, finnast ekkert hafa breyst og að máttur okkar til breytinga sé vart til staðar. Hugmyndir um gagnrýna miðlun og kennslu eru því áhugavert mótsvar sem vert er að hlúa að með margvíslegum hætti. Gagnrýnin fræði í sögulegu samhengi Franski heimspekingurinn Michel Foucault hélt fyrirlestur árið 1978 sem nefndist „Hvað er gagnrýni?“19 Er þessi fyrirlestur til grundvallar grein Butler sem er í að- alhlutverki hér. Í fyrirlestrinum stingur Foucault upp á að gagnrýnin viðhorf hafi sprottið upp gegn nýjum áherslum í stjórnunarháttum á sextándu og sautjándu öld. Um leið og spurningar um það hvernig best væri að stjórna (e. govern) spruttu upp, fylgdi ákveðið andóf gegn því að vera stjórnað á ákveðinn hátt, af ákveðnum öflum eða af ákveðnu fólki.20 Þeir tveir heimspekingar sem oftast er litið til sem eins konar brautryðjenda gagnrýnna fræða eru hins vegar Immanuel Kant og Karl Marx. Samkvæmt Kant hefur skynsemin nauðsynlega þann eiginleika að vera ávallt sjálfsgagnrýn- in og markar þessi hugmynd megindrætti gagnrýnna fræða.21 Það mætti hins vegar segja að hin frægu ummæli Marx úr „Greinum um Feuerbach“22 um að heimspekingar fram að hans dögum hefðu aðeins túlkað heiminn en málið væri að breyta honum, séu undirstaða gagnrýnna fræða. Hugmyndir Marx mynda ákveðna undirstöðu þess félagslega samhengis sem gagnrýnin fræði vísa ávallt til og þá sérstaklega áherslan á frelsun þeirra sem undirskipuð eru. Heimspeki Kants hugar að takmörkum þekkingar sem leiðir til mikilvægis skynsemishugtaksins í heimspeki hans en segja má að skynsemin sé eitt aðalhugtak Upplýsingarinnar. Foucault var mjög umhugað um áhrif Upplýsingarinnar sem og það sem hann nefndi skynsemisvæðingu (e. rationalization) hennar. Í hugmyndum sínum skoðar Foucault sögulegar forsendur þess sem okkur þykir skynsamlegt í dag; hvernig samband valds og þekkingar skapar það sem þykir skynsamlegt á hverjum tíma.23 Foucault víkur að Frankfurtarskólanum, sem er hvað þekktastur fyrir gagn- rýnin fræði, í grein sinni, og gagnrýni helstu höfunda hans á skynsemisvæðingu. Þegar gagnrýnin fræði eru þröngt afmörkuð er oft aðeins talað um þá fræðimenn sem tilheyrðu þeim skóla eins og Theodor Adorno, Max Horkheimer, Herbert Marcuse og Walter Benjamin. Árið 1937 skrifaði Max Horkheimer greinina „Hefðbundin og gagnrýnin fræði“24 þar sem hann leggur einmitt áherslu á að gagnrýnin fræði eigi að hafa áhrif á samfélagið, hafa það í sér að geta breytt því, í stað þess að aðeins túlka það eða skilja. Þessi grein hans sem og mikið til verk 19 Foucault, 2007. 20 Foucault, 2007: 44. 21 Kant, 1998: 113 22 Marx og Engels, 1968. 23 Foucault, 2007: 51–52. Samband valds og þekkingar, samkvæmt Foucault, er í raun óaðgreinanlegt og, sérstaklega í því samhengi sem hér um ræðir, væri einnig hægt að tala um vald í formi þekk- ingar. 24 Horkheimer, 1972. Hugur 2015-5.indd 127 5/10/2016 6:45:30 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.