Hugur - 01.01.2015, Side 132

Hugur - 01.01.2015, Side 132
132 Nanna Hlín Halldórsdóttir mótun hlýðni í vestrænum samfélögum.51 Dygðin gengur út á að afhjúpa þekk- ingarrammann sem skilyrðir tilvistarrétt okkar. Hér kemur siðfræðin til sögunn- ar; dygð er gagnrýnið samband okkar við normin, samband okkar við hið ráðandi siðferði sem og normin er mótanlegt. Í samfélaginu byggjast upp alls kyns leiðir til þess að aðhafast, gera hlutina, til þess að auðvelda samskipti; eins og kannski felst í orðinu venjur. Samfélagið er sífellt verðandi, allt er á iði en sömu hreyfingarnar endurtaka sig oft.52 Að vera gagnrýnin er að huga að því hvernig þessar endurtekningar eða venjur skapa ákveðið valdasvið verufræði, þannig að tilvist okkar sem virkilega er á iði er samt sem áður á einhvern hátt orðin fastmótuð; rammi tilvistar okkar býður upp á færri tækifæri til að vera.53 Sveigjanleg verufræði félagsskaparins Sú einstaklingshyggja sem segja mætti að hafi verið ráðandi síðustu áratugi og er oft tengd hugmyndum (ný)frjálshyggjunnar elur fólk gjarnan upp í þeirri trú að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi.54 Eins og veruháttur okkar sé ótakmarkaður. En við getum ekki allt, t.d. getum við ekki flogið út um gluggann nema meiða okkur eða enda tilvistina, hún hefur sínar efnislegu takmarkanir. Fyrir sum okkar hefur hún meiri efnislegar takmarkanir en önnur, sum geta flogið í flugvélum á meðan önnur geta ekki framlengt tilvistina vegna matarskorts. En þar að auki er tilvistin félagslega skilyrt55 því að svo miklu leyti sem við viljum deila lífinu með öðrum manneskjum þá verðum við að laga okkur að valdasviði verufræðinnar, að skrifuðum og óskrifuðum boðum og bönnum samfélagsins. Þetta á bæði við um „stærra kerfið“, að fá starf, ganga í skóla en einnig öll þau míkró-samfélög sem til verða. Jafnvel þegar við gefum skít í kerfið/samfélagið í gagnrýni okkar og andófi og reynum að standa að mestu leyti utan kerfisins þá þurfum við að laga okkur að þeim manneskjum sem við viljum deila lífi með, þeim viðhorfum og normum sem þar er að finna – jafnvel í andfélagslegustu eða and-normatívustu hópum sem finna má. Og því spyrjum við: Hvernig er best að lifa saman? Að temja sér gagnrýn- ið viðhorf að hætti Butler felst í raun í því að aðhyllast sveigjanlega, félagslega 51 Foucault, 2007: 43. 52 Grundvöllur gjörningskenningar Butler er að sýna fram á að sjálfið myndast í gegnum endur- tekningu sömu gjörðarinnar í sífellu. Möguleikinn á gerendahæfni (e. agency) felst því í að ná að rjúfa endurtekninguna. Eins og sjá má í þessari umfjöllun um gagnrýni út frá Butler þá tengist hugmynd hennar um gagnrýni gjörningskenningunni órofa böndum. Sjá Butler, 1990. 53 Butler, 2002: 216. 54 Oftast er talið að skeið nýfrjálshyggju hafi hafist í kringum 1980 en frjálshyggjan lýsir þeim hugmyndum um einstaklingsfrelsi og rétt frá og með 17. öld. Samband nýfrjálshyggju við frjáls- hyggju er flókið en flest gagnrýni femínískra fræða sem og meginlandsheimspeki beinist að sjálfs- verumótun hinnar fullvalda/frjálsu sjálfsveru út frá frjálslyndri stjórnspekihefð sem nær handan nýfrjálshyggjunnar. 55 Síðan hækkar flækjustigið þegar við hugum að sambandi efnislegrar og félagslegrar tilvistar okkar – að hversu miklu leyti hin félagslega menning ákveði hverjir fljúgi í flugvélum og hverjir eigi vart til hnífs og skeiðar. Hugur 2015-5.indd 132 5/10/2016 6:45:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.