Hugur - 01.01.2015, Síða 147

Hugur - 01.01.2015, Síða 147
 Frammi fyrir lífinu og dauðanum 147 heimspekiiðkunina og hlutverk heimspekingsins undir öðru sjónarhorni en hinar greinarnar, en kjarninn virðist mér svipaður. Frammi fyrir dauðanum Loks er það síðasta greinin í greinasafninu. Að mínu viti er hún jafnframt áhuga- verðust, en hún er ein af þeim fjórum greinum sem eru nýjar og sú sem ég sagði í upphafi að skæri sig úr að því leyti að hún er hvorki beint um heimspekiiðkun- ina né umfjöllun um ákveðna heimspekinga heldur fæst við tiltekið viðfangsefni. Þetta er greinin „Um merkingu dauðans. Hugleiðingar fornar og nýjar um heim- spekina og dauðann“. Það sem gerir greinina sérstaklega áhugaverða er að ekki verður annað séð en hún sé skrifuð af Páli á þeim tíma sem honum er orðið ljóst að veikindi hans geti dregið hann til dauða. Viðfangsefnið hefur því óvanalega mikla persónulega þýðingu þar sem heimspekigrein er annars vegar. Það er engin tilviljun að undirtitill greinarinnar vísar til fornra hugleiðinga um dauðann þar sem í þeim er helst að finna pælingar um dauðann og afstöðuna til hans skömmu fyrir andlátið. Upphafið er vitanlega í Fædoni eftir Platon þar sem hann lætur Sókrates rökræða um dauðann rétt fyrir sitt eigið líflát, en Páll nefnir bæði Fædon og Samdrykkjuna eftir Platon. Ekki er þó hægt að segja að Páll fjalli ítarlega um forna hugsuði, þótt hann nefni reyndar einnig Epíkúros í greininni, því eins og oft áður er Páll frekar að nota hugmyndirnar til að hugsa sjálfur út frá þeim en til að gera öðrum hugsuðum sérstök skil. Í upphafi greinarinnar nefnir Páll hlutlægt og huglægt sjónarhorn á dauðann. Hið hlutlæga skoðar dauðann út frá sjónarmiði náttúrunnar og líkamans, en hið huglæga út frá þeirri einstöku huglægu persónu sem ég er. Páll segir svo strax að þrátt fyrir að þessi sjónarhorn séu eðlileg sé kenning sín að þau veiti takmarkaðan skilning á dauðanum og geti því leitt til óskynsamlegrar lífsafstöðu (195–196). Hér er því kunnugleg aðferð í uppsiglingu hjá Páli. Hann ætlar að hafna þessu tvennu og setja svo fram þriðja viðhorfið sem leysir hin af hólmi. Ég hef áður fjallað um þessa aðferð Páls og held því þar fram að aðferðin byggist á að skoða tvö andstæð viðhorf og sætta þau síðan í þriðja viðhorfinu þar sem tekið er tillit til þeirra sjónarhorna sem tvö fyrri viðhorfin byggjast á.9 Páll fjallar svo um viðhorfin tvö og segir okkur hver vandinn við þau er. Vandinn við hlutlæga viðhorfið er að lífið missir merkingu og tilfinningu og allt slíkt verði yfirborðshræring vélarinnar (203). Vandinn við huglæga viðhorfið er að alger einsemd mín einangrar mig frá öðrum, þeir skipta ekki máli (204). Og þá fer Páll að huga að lausninni, ef svo má segja. Hann varpar fram „ákveðinni tilgátu um heiminn“ (205). En þó Páll tali með þessum hætti er hér um kunnuglega þrí- skiptingu heimsins að ræða. Hann skiptir heiminum í náttúruheim, hugarheim og merkingarheim. Skiptingin virðist í samræmi við þá útgáfu af þrískiptingu heimsins sem síðast kemur fram í öðrum skrifum Páls og ég hef annars staðar 9 Sjá Róbert Jack 2014: 63–65. Hugur 2015-5.indd 147 5/10/2016 6:45:38 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.