Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 161

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 161
 Um ævir og siði heimspekinganna eða „fyrirheit um ónumið land“? 161 frásögn. Sú túlkun öðlast enn meira vægi í ljósi inngangskaflans sem rekur söguna frá miðöldum og fram á miðja tuttugustu öld. Hin samtímasögulega framvinda, frá upphafsárum námsbrautar í heimspeki við Háskóla Íslands til dagsins í dag, er auk þess undirbyggð með byggingu rits- ins í þrjá þætti. Sá fyrsti er kenndur við forleiki (e. overtures), annar við þróun (e. developments) og sá þriðji við tilbrigði (e. variations). Við lesandanum blasir því rökleg tímaröð þar sem einn kafli rekur annan og myndar heild sem er óneitanlega freistandi, í ljósi þess nafns sem hver þáttur ber, að líkja við tónverk. Ritið öðlast því óumflýjanlega sess í huga lesandans sem yfirlit yfir sögu íslenskrar samtímaheimspeki frá miðri tuttugustu öld til dagsins í dag. Sú ákvörðun að skipa efni ritsins í tímaröð er ekki útskýrð. Í formála bók- arinnar er aftur á móti greint frá því að það hafi verið meðvituð ákvörðun að styðjast ekki við þematíska nálgun, þ.e.a.s. ekki er gerð grein fyrir íslenskri samtímaheimspeki á forsendum megin- landsheimspeki (e. continental philosophy) annars vegar og rökgreiningarheimspeki (e. analytical philosophy) hins vegar. Að baki þeirri ákvörðun liggur m.a. sú stað- reynd að margir þeirra heimspekinga sem fjallað er um hafa goldið varhug við strangri aðgreiningu þar á milli og sótt í brunn beggja hefða í verkum sínum og aðferðum. Þrátt fyrir það er sú ákvörðun að nálgast efnið á krónólógískan hátt ekki sjálfgefin og af formála bókarinnar að ráða verður ekki séð að aðstandend- ur hennar hafi beinlínis ætlað henni að vera sögulegt yfirlit. Það hefði því verið kostur ef uppbygging bókarinnar hefði verið skýrð og rökstudd fyrir lesandanum sem á það annars á hættu að líta á ritið í heild sem dæmi um markhyggna frásögn í anda þeirra heimspekisögulegu skrifa sem Richard Rorty kenndi á sínum tíma við doxography.1 Spurningin sem vaknar í huga lesandans verður sú hvort yfirlit yfir samtímasögu akademískrar heimspeki á Íslandi verði best gerð skil með röð rit- gerða um tiltekna heimspekinga. En hér erum við aftur komin á þær vafasömu brautir að meta verkið á röngum forsendum. Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy gerir í orði kveðnu hvergi tilkall til þess að vera sögulegt yfirlit yfir íslenska samtíma heimspeki. Því er þó ekki að neita að bókin vekur þær væntingar að hún skýri sögulegt og menningarlegt samhengi íslenskrar heimspeki fyrir lesandanum og að eftir standi skýr hugmynd um hvað einkenni íslenska heimspeki. Hugmyndin um íslenska heimspeki, íslenska heimspekihefð eða ástundun heimspekilegra fræða í samhengi ís- lenskrar menningar, snýst að einhverju leyti um sjálfsmynd þeirra sem telja sig til heimspekinga í íslensku samhengi og þeirri frásögn af sér og verkum sínum sem þau vilja draga upp. Þó erfitt sé að fullyrða um slíkt án ítarlegra rannsókna, má halda því fram að íslenskir heim- spekingar hafi að mörgu leyti forðast að líta á sig og verk sín sem hluta af sögu ís- lenskrar heimspekihefðar. Raunar má líta á þá frásögn að íslenskir heimspekingar séu ekki eins bundnir af sögulegum hefð- um fræðigreinarinnar og kollegar þeirra erlendis sem ríkan þátt í sjálfsmynd þeirra og eitt af ætluðum sérkennum ís- lenskrar heimspeki. Í þeim anda er t.a.m. starfsumhverfi íslenskra heimspekinga á fleiri en einum stað í Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy sagt einkennast af smæð málsamfélagsins og þeirri staðreynd að engin sterk heim- spekileg hefð hafi verið til staðar hér á landi (sjá t.d. bls. 57). Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy er að vissu leyti brautryðj- andaverk sem á sér ekki hliðstæðu. Enginn áhugamaður um heimspeki í samhengi íslenskrar menningar ætti að láta hana fram hjá sér fara. Því fer fjarri að hún höfði fyrst og fremst til erlendra Hugur 2015-5.indd 161 5/10/2016 6:45:46 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.