Hugur - 01.01.2016, Page 6

Hugur - 01.01.2016, Page 6
6 ólíkan hátt á því kerfi sem hefur skapað heimspekilegri hugsun ramma í gegnum tíðina. Þær greinar sem hér birtast undir meginþemanu Kerfi eru í raun margar mun laustengdari þemanu en greinarnar tvær um kerfi Páls, en þær snerta þó allar ýmist beint eða óbeint á því. Það má segja að fyrstu þrjár greinarnar eigi það sameiginlegt að benda okkur hver á sinn hátt á þætti sem hefur hallað á og þörf er á að beina aukinni athygli að í heimspekiiðkun innan hefðbundins akademísks kerfis. Í grein sinni um „hin rifnu klæði Soffíu“ ræðir Sigríður Þorgeirsdóttir túlk- un sína á Huggun heimspekinnar eftir Bóethíus þar sem hún dregur fram þær hliðar heimspekinnar sem hafa að gera með tilfinningar og líkamleika – hliðar sem hafa í gegnum tíðina ekki skipað háan sess innan þess kerfis sem akademísk heimspeki er. Sigrún Inga Hrólfsdóttir beinir athygli sinni einnig að því hvernig tilfinningaleg og líkamleg skynjun hefur verið sett skör neðar en rökhugsun, en í grein sinni um hugmyndir hlutmiðaðrar verufræði (e. object oriented ontology) fjallar hún m.a. um gagnrýni slíkra hugmynda á vestræna heimspekihefð fyrir að hafa með aðgreiningu sinni á sjálfsveru og hlutveru stuðlað að stigveldi milli skynvísi og rökvísi; lista og vísinda; raunvísinda og hugvísinda. Í greininni má finna hvatningu til þess að nýta hugmyndir hlutmiðaðrar verufræði til þess að standa á landamærunum milli lista, heimspeki og vísinda og nýta aðferðir þeirra allra jöfnum höndum, án stigveldis, í könnun okkar á heiminum og vitundinni. Af greininni má ráða að innan kerfis akademískrar hugsunar þurfi að huga að því að skapa rými til þess að slík landamærakönnun geti átt sér stað. Eyja Margrét Brynjarsdóttir snertir í sinni grein um „rökgreiningarheim- speki sem gagnrýnistól“ á því hvernig rými hafa verið sköpuð innan rökgrein- ingarheimspeki til þess að ástunda hana á fjölbreyttari hátt en ímynd hennar sem fag abstrakt hugtaka sem hafa lítið að gera með málefni samfélagsins gefur til kynna. Eins og Eyja sýnir fram á með dæmum úr fortíð og samtíð, er ekkert við aðferðir rökgreiningarheimspekinnar sem kemur í veg fyrir að hún geti nýst sem samfélagslegt gagnrýnistól, enda hafa rökgreiningarheimspekingar í gegnum tíðina nýtt sína fagþekkingu til mikilvægrar samfélagsrýni. Eins og Finnur Dellsén bendir á hefur lítið sem ekkert verið skrifað um bayes- íska þekkingarfræði á íslensku, en með grein sinni um tengslin á milli hefðbund- innar þekkingarfræði og þeirrar bayesísku, sem hefur sífellt meiri áhrif innan fagsins, bætir hann úr því og varpar nýju ljósi á kerfi hefðbundinnar þekkingar- fræði. Í greininni fjallar Finnur m.a. um hvað hefðbundin þekkingarfræði getur lært af þeirri bayesísku og um það hvernig tengja megi bayesíska þekkingarfræði við hefðbundna þekkingarfræði með því að skoða tengslin á milli trúnaðar (e. credence) innan bayesískrar þekkingarfræði og skoðana (e. belief) innan þeirrar hefðbundnu. Síðasta þemagrein Hugar er grein Jóhannesar Dagssonar um „sköpun, kerfi og reynslu“. Í greininni greinir Jóhannes hugtökin kerfi, reynsla og sköpun til þess að varpa ljósi á það hvað við eigum við þegar við tölum um sköpunargáfu. Þar sem athafnir og aðgerðir eru oft greindar í ljósi þess hvort þær séu byggðar á reglu sem ákveðið kerfi segir til um eða á því sem er vísað í sem óvænta sköpun án reglu, er Hugur 2017-6.indd 6 8/8/2017 5:53:11 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.