Hugur - 01.01.2016, Page 38

Hugur - 01.01.2016, Page 38
38 Jón Ásgeir Kalmansson hlítar. Leyndardómurinn er því ekki aðeins fólginn í hinu óþekkta, eins og oftast á við um ráðgátur glæpasagna, heldur ekki síður í hinu þekkta. Í öðru lagi er gjarnan talað um leyndardóm þegar stærð eða magn einhvers er slíkt að við náum illa tökum á því í hugsun okkar. Vísindi nútímans birta okkur til dæmis sýnilegan alheim sem er stærri en flestir, ef nokkrir, fá með góðu móti skilið. Sumir vísindamenn setja að auki fram rökstuddar tilgátur um óendanlega stóran „fjölheim“ sem sé hulinn sjónum okkar og hinn sýnilegi „alheimur“ er aðeins einn angi af. Þá afhjúpa bæði vísindin og okkar eigin hversdagslega reynsla óendanlega flókinn og margbrotinn lífheim, og þar að auki óútskýrð fyrirbæri á borð við mannlega vitund. Stærð alheimsins, ásamt því hve flókinn og margbrot- inn hann er, gerir hann óhjákvæmilega að undraverðum leyndardómi, einhverju sem sökum stærðar, umfangs og margbreytileika er ofvaxið skilningi okkar. Það sem veldur leyndardóminum er ekki skortur á þekkingu eða upplýsingum, held- ur þvert á móti yfirgengileg stærð og margbreytileiki þess alheims sem upplýs- ingarnar eru um í samanburði við þau takmörk sem okkur sem vitsmunaverum eru sett til að henda reiður á þeim. En leyndardómur veruleikans er ekki bara fólginn í stærð hans og marg- breytileika. Þriðja tegund leyndardóms hefur að gera með sjálfa reynslu okkar af heiminum. Málshátturinn „sjón er sögu ríkari“ gefur vísbendingu um hvað hér er um að ræða. Margt af því sem fólk veit í ljósi reynslu sinnar er þess eðlis að erfitt er að útskýra það eða greina með röklegum hætti. Það er vegna þess að reynsla okkar er tilvistarleg – hún er lifuð reynsla sem örðugt er að miðla til annarra nema þeir geti tengt það við eitthvað í eigin reynslu. Hvernig það er að anda að sér fersku fjallalofti, skynja litbrigði skýjanna á svölum septembermorgni, eða ganga í gegnum sáran missi væri erfitt að miðla til annarra ef þeir hefðu ekki upplifað eitthvað álíka sjálfir. Sama hve mikið við vitum um líffræði nefsins þá kemur það ekki í staðinn fyrir að upplifa lyktina af blágresi; litlu skiptir hve vel við erum lesin í sálfræði, ekkert jafnast á við það að verða ástfanginn. Þessi „innri þekking“ getur vakið tortryggni hjá skynsömu og röklega hugsandi fólki vegna þess hve illhöndlanleg, huglæg og afstæð hún virðist vera. Hið merkilega er þó að það er hún sem gefur fólki einna skarpasta innsýn í hvað skiptir máli og tengir það hvert öðru hvað þéttustum böndum. Það var meðal annars með vísan til þessara sanninda sem G. K. Chesterton sagði að þegar allt kæmi til alls væru ekki til neinir ómenntaðir menn. Þótt þeir gætu hafa sloppið við ýmis próf af léttvægara tagi þá hefðu engir þeirra komist fyrir tvítugt hjá hinum risastóru prófraunum tilverunnar, á borð við „ósjálfstæði bernskunnar, ánægju af félagsskap dýra, konu- ást, og óttann við dauðann“.37 Það er vegna náinna persónulegra kynna fólks af sameiginlegu tilvistarlegu hlutskipti af þessu tagi sem það er fært um mannlegan skilning og samúð. Næmi á líf annarra sprettur af þeirri frum-lífsreynslu sem enginn kemst hjá að upplifa á sinn sérstaka hátt – þótt sumir kunni að gleyma henni – að vera takmörkuð, breysk og dauðleg vera í þörf fyrir líkamlega, félags- lega og andlega næringu. Það er meðal annars í ljósi þessa innilega persónulega 37 Chesterton 2011: „What is Right with the World“. Hugur 2017-6.indd 38 8/8/2017 5:53:19 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.