Hugur - 01.01.2016, Side 68
68 Tryggvi Örn Úlfsson
Ef við setjum lífið á stall sem grundvallarlögmál eða sannleika sem heimspeki-
kerfin svíkja, verður það að einhliða hugtaki sem öðlast ekki merkingu nema í
krafti þeirra hugtaka sem það afmarkar sig frá. Hegel fékk þannig þá hugmynd
að reyna að höndla eininguna í gegnum óeininguna. Í Guðfræðilegum æskuskrifum
sínum kemst hann svona að orði: „Ef ég segi að lífið sé tenging andstöðunnar
og einingarinnar, þá er hægt að einangra þessa tengingu og mótmæla með því
að stilla henni upp sem andstæðu hins ótengda; ég þyrfti þá að segja að lífið
væri tenging hins tengda og hins ótengda [...].“4 Þannig er Hegel kominn með
grundvallarhugmyndina í heimspekikerfinu. Þar sem hugurinn getur hvorki vísað
til ytri einingar né innri einingar í leit sinni að grundvelli að lífsspeki sinni, verður
hann að byrja á óeiningunni, þ.e. einhliða hugtaki, og leiða af því andstæðu sem
þannig gefur upprunalega hugtakinu merkingu. Þegar við leiðum svo aðra and-
stæðu af andstæðunni og höldum svo áfram með því að rekja okkur frá hugtaki til
hugtaks, áttum við okkur að lokum á þeirri heild sem hugtökin mynda í samspili
sínu. Heimspekikerfið, sem Hegel fellst á að sé nauðsynlegt, er þá lífrænt safn
þeirra hugtaka sem þannig verða til í andstöðu hvert við annað og með tilvísun
hvert til annars. Hegel er þannig þekktur fyrir að hafa haldið því fram að „[h]ið
sanna [sé] heildin“5.
Hegel áttaði sig að sama skapi á því að hann gat ekki stillt upp hvoru á móti
öðru, því sem er og því sem ætti að vera, vegna þess að hið síðarnefnda er ein-
göngu hugsjón sem hefur aðeins merkingu að því marki sem hægt er að fram-
kvæma hana í andstæðu sinni, þ.e. veruleikanum. Þannig kemst Hegel að annarri
meginniðurstöðu, að „allt sem er raunverulegt er skynsamlegt og allt sem er skyn-
samlegt er raunverulegt“6.
Hér komum við að ágreiningi Hegels við Kant og þar með afmörkun og merk-
ingu heimspekikerfa þeirra. Það má segja að Hegel hafi ekki fundist Kant ganga
nógu langt í að sætta hina ólíku þætti reynslu síns tíma. Þrátt fyrir að honum
hafi tekist að sætta kristna heimsmynd þeirri newtonsku, tókst honum ekki –
eða vildi ekki – sætta hugarheim og raunveruleika, þekkingu og siðferði. Það
sem Kant setur fram í Gagnrýni hreinnar skynsemi er einungis skilyrði mögulegrar
þekkingar, ekki raunverulegrar. Hegel taldi aftur á móti að það yrði að lýsa tilurð
þekkingarinnar í sambandi og togstreitu hugarheimsins við það sem hugurinn
telur vera raunverulegt og lýsa síðan ferð sjálfsverunnar frá fáfræði til þekkingar
þar sem hinir andstæðu pólar sjálfsveru og raunveruleika sættast smám saman,
eins og Hegel lýsti í Fyrirbærafræði andans. Ef sannleikurinn á að vera annað en
tómt og einhliða hugtak, þarf hann að geta sameinast því sem hann er í andstöðu
við. Þannig verður algildið sem einkennir sannleikann ekki aðeins tóm hugmynd,
gildi sem við vísum til án þess að vita raunverulega hvað þýðir, heldur raunveru-
legt algildi sem inniheldur hið afstæða – kerfi hins afstæða. Þessi hugleiðing leiðir
okkur að enn annarri meginhugmynd Hegels: við eigum ekki að skilja hinn al-
gilda sannleika einungis sem undirstöðu, þ.e. sem raunveruleikann sem liggur til
4 Hegel 1907: 348. Vitnað eftir Bernard Bourgeois. 1979: 16.
5 Hegel 1807/1986: 24.
6 Hegel 1821/1989: 24.
Hugur 2017-6.indd 68 8/8/2017 5:53:28 PM