Hugur - 01.01.2016, Page 69

Hugur - 01.01.2016, Page 69
 Merking og tilgangur heimspekikerfa 69 grundvallar því sem okkur birtist í reynslunni, heldur líka sem sjálfsveru, þ.e. sem leið hinnar fávísu og einhliða vitundar til upplýsingar þar sem sannleikurinn, svo að segja, hugsar sjálfan sig. Ef við drögum þetta saman, má lýsa kerfi Hegels í gegnum fjögur meginein- kenni þess. 1. Hvers kyns fyrirbæri öðlast eingöngu merkingu í einingu sinni við andstæður sínar. 2. Þetta á líka við um andstæðupör, þ.e. einingu fyrirbæris og andstæðu þess, sem mynda einingu við andstæðu sína. Takist heimspekinni að fanga kerfi þessara andstæðna hefur henni þar með einnig tekist að fanga sannleikann, því „hið sanna er heildin“. 3. Lögmálið um einingu andstæðnanna gildir einnig um andstæðuparið „það sem ætti að vera“/„það sem er“ og fyrir vik- ið getum við ekki stillt hugsjónum upp andspænis veruleikanum, heldur verður hvort að verka á hitt. 4. Lögmálið gildir loks um sannleikann sem ekki er hægt að einangra frá fáfræðinni. Því verður sannkölluð heimspeki að gera grein fyrir lífi sannleikans í samspili sínu við hugann og allar hans villur. Í hnotskurn má þá segja að merkingu kerfis Hegels sé að finna annars vegar í einingu þess við kerfi Kants og hins vegar í andstöðu kerfanna tveggja. Annars vegar tekur Hegel upp þráðinn þar sem Kant skildi við hann og heldur áfram að sætta ólíka þætti menn- ingar og veruleika. Hins vegar snýst Hegel gegn Kant sem leitaðist við að halda ákveðnum hliðum veruleikans aðskildum, svo sem heimi vísindanna og heimi hinnar frjálsu siðferðisveru eða raunheimi og heimi hugsjóna. Núna er kominn tími til að snúa sér að kerfi Páls. Í hvaða skilningi er þetta kerfi í anda Hegels? Það er líklega óhætt að segja að kjarninn í kerfi Páls sé hin svokallaða „þriggja heima kenning“. Á fyrstu síðum fyrsta kafla Merkingar og tilgangs setur hann þessa kenningu fram: Tilgáta mín er sú að það megi réttilega flokka öll hugsanleg umhugsun- ar- eða áhyggjuefni í þrennt. Í fyrsta lagi efni sem lúta að okkur sjálfum, í öðru lagi efni sem lúta að umhverfi okkar eða náttúrunni og í þriðja lagi efni sem lúta að því sem við getum hugsað óháð skynjun skilningarvit- anna.7 Af þessari þrískiptingu mögulegra umhugsunarefna leiðir Páll svo þá þrjá heima þar sem umhugsunarefnin birtast: „Samkvæmt þessu [þ.e. þessari þrískiptingu umhugsunarefnanna] mætti segja að heiminn beri fyrir okkur á þrjá vegu: sem hugarheim, náttúruheim og merkingarheim.“8 Það væri í sjálfu sér vel hægt að setja spurningarmerki við réttmæti þess að flokka umhugsunarefni okkar annars vegar sem náttúruleg og hins vegar sem mannleg og það er auðvitað hægt að finna mörg dæmi um slíkt í heimspekisögunni. Það er þó óneitanlega í þriðja flokknum, flokki þess sem er óháð skynjun skilningarvitanna, sem sérstaða kerfis Páls birtist skýrast. Við getum því sagt að merkingarheimurinn, sá heimur sem við getum aðeins nálgast í gegnum hugsunina, sé kjarninn í kjarnanum í heimspeki Páls. 7 Páll Skúlason 2015: 22. 8 Páll Skúlason 2015: 37. Hugur 2017-6.indd 69 8/8/2017 5:53:28 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.