Hugur - 01.01.2016, Page 78

Hugur - 01.01.2016, Page 78
78 Susan Stebbing Platon hafi haft rétt fyrir sér þegar hann gerði ráð fyrir því að heimspekingar ættu tilkall til þess að vera álitnir fullkomlega hæfir til að skipta sér af stjórnmálum eða, hins vegar, hvort kröfur stjórnmálanna séu sérstaklega miklar þegar heimspek- ingar eru annars vegar og hvernig þeir geti þá mætt þessum kröfum. Til að byrja með er æskilegt að útiloka misskilning sem stundum kemur upp hjá mörgum sem ættu að vita betur. „En hverjir, Sókrates, telurðu að séu hinir sönnu heimspekingar?“ Spurning hins unga manns var viðeigandi. Hin ætlaða tenging heimspekinga við stjórnmál virtist eins fjarstæðukennd Grikkjanum á fimmtu öld f.Kr. og Englendingnum í dag. Svar Sókratesar var á þá leið að heimspekingur væri „áhorfandi að öllum tíma og allri tilveru“. Við getum aðlagað þessa skrúðmælgi með því að taka upp orð annars mikils höfundar sem sagði að heimspekingur væri „sá sem sér lífið jafnt og sem sér það í heild“. Jafnvel þetta er of stórbrotið og áreiðanlega merkingarlaust. Samt sem áður er nauðsynlegt að hafa í huga hvað Platon átti við þegar hann talaði um sannan heimspeking áður en við samþykkjum eða höfnum þeirri hugmynd hans að öllu væri vel farið í ríki þar sem menntun hinna ungu væri í höndum heimspekinga sem hefðu frá fæðingu verið sérstaklega þjálfaðir til að uppfylla það mikla hlutverk. Það er engin fljótfærni að halda því fram að miðað við skilyrði Platons eru engin okkar sannir heimspekingar. Þessa klisju þarf vart að taka fram. Samt titlaði ákafur leiðaraskrifari í Manchester Guardian grein sína „Heimspekingar sem konungar“ fyrir um tuttugu árum þegar Breska heimspekistofnunin var sett á laggirnar, og benti glaður á að meðlimalistinn státaði af tveimur fyrrverandi forsætisráðherrum auk þáverandi forsætisráðherrans sjálfs. Af þessum þremur herramönnum áttu því miður tveir ekkert tilkall og sá þriðji tæplega nokkurt tilkall til að vera álitnir heimspekingar, jafnvel ef miðað er við okkar lágu staðla. Hinn nafnlausi stofn- andi Heimspekistofnunarinnar trúði því sjálfur að leysa mætti pólitísk og félagsleg vandamál okkar tíma ef heimspekingar tækju nú aðeins við stjórnartaumunum. Hann taldi að höfnun þeirra eða getuleysi til þess væri ekkert annað en afleiðing af því að þeir hefðu tekið of miklu ástfóstri við akademískar spurningar. Í ljósi viðfangsefnis þessa greinabálks held ég að það sé viðeigandi að ég gefi stutta lýsingu á vonum hans og bendi á þær tálsýnir sem ég tel að þessar vonir hafi verið byggðar á. Mér þykir leitt að ég skuli vera tilneydd að vísa til hans með hinu nafnlausa persónufornafni „hann“. Það voru vandræði í Kína, þetta var eitthvað áður en hið svokallaða Man- sjúkúo-tilfelli átti sér stað. Honum fannst að tímarit Heimspekistofnunarinnar ætti að birta greinar sem „tækjust á við vandræðin í Kína“ og bentu á „hvernig mætti helst leysa úr þeim“. Svo heit var sú sannfæring hans að þetta væri verkefni fyrir heimspekinga að hann hvatti mig meira að segja til að skrifa slíka grein og leit þar alveg framhjá þeirri staðreynd að ég hafði aldrei komið til Kína, vissi ekkert um það sem átti sér stað þar eða um þá atburði sem höfðu leitt til vandræðaástandsins og að ég vissi ekkert um helstu málsaðila. Ég man vel hvernig hann hélt áfram að biðja mig með eftirgangsmunum: „Þú gætir þetta vel ef þú vildir, þú hefur fengið þjálfun í heimspeki og hlýtur að vita hvernig á að kljást við þessi vandamál með heimspekilegum hætti.“ Hann hafði kynnst frumspeki seint á lífsleiðinni og hafði Hugur 2017-6.indd 78 8/8/2017 5:53:31 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.