Hugur - 01.01.2016, Page 80

Hugur - 01.01.2016, Page 80
80 Susan Stebbing svarað spurningum sem aðrir trúa að þeir hafi svarað aðeins vegna þess að þeir settu fram ruglingslegar spurningar, þá hlýtur hann að venja sig á gagnrýna og nákvæma hugsun sem hann getur tæpast ýtt frá sér þegar hann yfirgefur einver- una í vinnustofu sinni. Einmitt þetta er, að mínu mati, hlutverk heimspekingsins: að setja fram gagnrýnar spurningar ásamt því að hafa þá einörðu sannfæringu að mikil vitsmunaleg áreynsla geti leyst úr spurningunum sem er þess virði að spyrja. Það ætti að vera röð af úrfellingarmerkjum hér til að gefa til kynna stórt bil sem það pláss sem mér hefur verið úthlutað gefur mér ekki færi á að fylla með þeim hætti sem ég hefði helst viljað. Ég kem mér því strax að smáatriðunum. Heimspekingur ætti síðastur allra að fara að tjá sig í óhlutbundnum myndum eða alhæfingum. Viðurkennum heldur að enskur nútímaheimspekingur sé þegn þessa lands sem þarf að gegna þeim venjulegu skyldum sem búast má við af honum. Hann ætti að gegna þeirri skyldu sem á honum hvílir sem borgara í lýðræðisríki, sem er sú skylda að leggja fram sína uppfræddu og upplýstu skoðun... Vandamál kemur upp þegar reynt er að ljúka við setninguna. Til hvers og hvernig á að leggja fram skoðunina? Svarið er væntanlega háð því hvers konar persóna heimspek- ingurinn er. Lágmarksframlag hans felst í því að kjósa, að orða skoðun sína í návist þeirra sem hann ræðir við um stjórnmál og að endurskoða skoðun sína óhikað ef nýir þættir sem málið varða kalla á slíkt. Ekki allir heimspekingar væru, held ég, hæfir til að taka meiri þátt en þetta í stjórnmálum, í hinum venjulega skilningi orðsins „stjórnmál“. Heimspekingar eru sem slíkir (aftur, að mínu mati) ekki gæddir sérstökum hæfileikum fyrir stjórnmálaaðgerðir eða stjórnmálahugs- un. Þeir sem ekki búa yfir slíku geta samt sem áður þjónað landi sínu vel og þannig öllu mannkyni. Heimspekingur með mína afstöðu krefst þess að fá dæmi, svo við drukknum ekki bara í orðaflaumi, sem oft er ruglað saman við djúpar hugleiðingar, enda virðist hið óskiljanlega oft djúpviturt þeim sem telur sig hafa öðlast hugljómun. Hér er eitt dæmi: „Hin nasíska heimspeki“, „heimspeki fasismans“ — þetta eru orðasambönd sem nú eru oft notuð. Ég held að þau séu ekkert illa valin. Það safn af kreddum, væntingum og hugsjónum sem virðast veita leiðtogum Þýskalands innblástur, þar á meðal sjálfum der Führer, myndar nokkuð sem í grófum dráttum má lýsa sem „lífsheimspeki“. Hvað þetta felur í sér er ef til vill nokkuð sem ég veit of mikið um til að geta lýst því í stuttu máli. Ég vil aðeins draga fram fáein atriði. Þessi heimspeki felur í sér ákveðnar skoðanir á manneskjum almennt og Þjóð- verjum sérstaklega, ákveðnar skoðanir sem varða það að einstakir borgarar sem eru á lífi í dag skipti litlu máli í samanburði við mikilvægi mögulegra afkomenda þeirra. Viðurkenning á þessari heimspeki verður að miklu leyti skýrð með sögu þýsku þjóðarinnar. Þjóðverjar eru pólitískt ungir sem þjóð og stjórnmálaheimspeki þeirra er óþroskuð. Þau okkar sem erum ekki svo ólánsöm að vera þýsk getum litið á þessa heimspeki með augum áhorfandans og þannig áttað okkur á þroska- leysi hennar og séð ástæðurnar fyrir því taki sem hún hefur á fylgismönnum sín- um í Þýskalandi. Við getum einnig séð að það væri gagnslaust að ráðast beint á þessa heimspeki með því að úthrópa þá sem boða hana eða með því að beita áróðursbrögðum á þá sem trúa á hana. Ef ég ætti að fara nánar út í þetta þyrfti ég Hugur 2017-6.indd 80 8/8/2017 5:53:32 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.