Hugur - 01.01.2016, Side 82

Hugur - 01.01.2016, Side 82
82 Susan Stebbing „England býst við“ og svo framvegis, en það er hættulegt að hugsa að England eða Þýskaland „fari fram á“ eitthvað eða „búist við“ einhverju á sama hátt og ég eða þú getum „farið fram á“ eða „búist við“. Það er ekki Þýskaland heldur Þjóðverjar, og þá má spyrja áfram: „Hvaða hópur Þjóðverja?“ Heimspekingur er líklegri til að forðast þá villu að hugsa í sértekningum en þeir sem eru óþjálfaðir í heimspeki- legri hugsun. Þetta er satt um „heimspekinginn“, það er að segja um manneskju, að svo miklu leyti sem hún hugsar sem heimspekingur. En „heimspekingurinn“ er líka sértekning sem við þurfum að tala varlega um. Ef það er rétt að hugsun heimspekinga á fyrri tímum hafi áhrif á líf okkar í dag þá virðist mér að við getum ekki óskað þess að heimspekingar hætti, jafnvel á pólitískum álagstímum, að verja miklum tíma og orku í að hugsa sem heim- spekingar. Dagurinn í dag á eftir að verða liðin tíð og það skiptir máli fyrir þá sem munu lifa í framtíð okkar að sumir af okkar bestu hugsuðum séu núna að reyna að glöggva sig á þeim lögmálum sem gera mönnum kleift að lifa lífi sínu fullnægjanlega. Þetta atviksorð er ljótt en lýsingarháttur þátíðar eða lýsingarorðið ,fullnægjandi‘ duga ekki. (Að gera ráð fyrir að svo væri voru ein af alvarlegustu mistökum Platons.) Þegar, ef nokkurn tíma, útópían sem okkur hefur dreymt um í einrúmi verður að veruleika þá þarf enn að lifa lífinu og að sumu leyti þarf að lifa því alveg eins og það er núna á sínum heilbrigðustu og bestu gleði- og skilnings- stundum. Það er vegna þessa markmiðs sem við þurfum að þola pólitískar erjur, kannski jafnvel stríð. En erjur og stríð hætta ekki skyndilega, þau líða ekki undir lok eins og brú sem er sprengd skilur eftir sig bil sem brúa má aftur með efni sem sótt er á öruggan stað. Á tímabilum þegar erjur standa yfir þarf heimspekileg hugsun að halda áfram. Ef gæfan er okkur hliðholl þá eru nokkrir sem geta, í það minnsta um stundarsakir, hugsað óáreittir af þrautum líðandi stundar. Vissulega yrðu þessi stuttu tímabil ánægjustundir, það er ekkert slæmt við það; í þessu felst ekkert harðbrjósta skeytingarleysi um þjáningar annarra. Aðeins heimspekingur sem tekur heimspekina fremur en sjálfan sig alvarlega samþykkir það sem staðhæft er hér að framan. Ég held ekki að hægt sé að smíða heimspeki eftir hentisemi, jafnvel þótt hægt sé að búa til nýtískulega eftirlíkingu með þeim hætti. Þar með trúi ég því ekki að heimspekingur geti almennilega reynt að tengja heimspekileg áhugamál sín við stjórnmálaskoðanir sínar eða sett fram lögmál ætluð sérstaklega til að leiðbeina stjórnmálamönnum. En ég tel að stjórnmálaskoðanir hans muni að hluta til ákvarðast af heimspekilegri sýn hans og að svo miklu leyti sem heimspeki hans hefur áhrif á annað fólk þá mun hún einnig hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir þess. Sérhver samfélagsgerð sem setur hömlur á frjálsar umræður, þar sem bönn eru viðhöfð og reynt er að fá alla til að hugsa eins, er ósamrýmanleg athöfnum heimspekings. Heimspekingur sem býr við þá ógæfu að vera innikróaður í slíku samfélagi, á ekki kost á neinu öðru en að deyja. Í slíku samfélagi væri ekki ómaksins vert fyrir nokkra manneskju að halda áfram að lifa. Eyja M. Brynjarsdóttir þýddi. Hugur 2017-6.indd 82 8/8/2017 5:53:32 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.