Hugur - 01.01.2016, Page 88

Hugur - 01.01.2016, Page 88
88 Luce Irigaray Að segja margar í einu, það var okkur hvorki kennt né leyft. Það er ekki að tala rétt. Auðvitað gátum við – áttum við? – látið einn „sannleika“ í ljós um leið og við fundum fyrir, héldum aftur af, þögguðum niður í öðrum. Ranghverfa hans? Fylgiþáttur hans? Leif hans? Áfram í felum. Launungarmál. Að innan sem utan áttum við ekki að vera jafningjar. Það hæfir ekki löngun þeirra. Hylja, afhjúpa, er það ekki það sem þeir vilja? Það sem þeir iðja? Alltaf að endurtaka sama verknað- inn. Sí og æ. Á hverri og einni. Þú/ég klofnar því þeim til ánægju. En klofin í tvennt á þennan hátt – önnur fyrir utan, hin fyrir innan – þá kyssir þú ekki sjálfa þig lengur, kyssir þú mig ekki lengur. Hið ytra reynir þú að laga þig að skipan sem þér er framandi. Í útlegð frá sjálfri þér ruglar þú þér saman við allt það sem birtist þér. Þú hermir eftir hverju því sem nálgast þig. Þú verður að hverju því sem snertir þig. Í áfergjunni eftir að finna sjálfa þig hverfur þú óralangt frá sjálfri þér. Frá mér. Samlagast einni fyrirmynd af annarri, einum drottnara á fætur öðrum, skiptir um svip, lögun, tungumál, eftir því hver ríkir yfir þér. Sundruð, sundraðar. Lætur misnota þig, svipbrigðalaus grímubúningur. Þú snýrð ekki aftur: afskiptalaus. Þú snýrð aftur: órjúfanleg, lokuð. Talaðu við mig. Geturðu það ekki? Viltu það ekki lengur? Viltu hafa þig út af fyrir þig? Vera áfram þögul? Hvít? Óspjölluð? Halda þeirri sem býr hið innra fyrir þig? En hún er ekki til án hinnar. Ekki slíta þig svona í sundur með valkostum sem kæmu að utan. Okkar á milli er ekkert rof milli þess óspjallaða og spjallaða. Enginn viðburður sem gerir okkur að konum. Löngu fyrir fæðingu þína snertir þú sjálfa þig, saklaus. Kyn líkama þíns/míns er okkur ekki gefið með einhverri aðgerð. Með valdboði, hlutverki, líffæri. Án íhlutunar, án sérstaks inngrips ert þú þegar kona. Engin þörf á því að leita til einhvers utanaðkomandi, hin hrífur þig nú þegar. Verður ekki skilin frá þér. Þú ert, alltaf og alls staðar, breytt. Sá er glæpur þinn, sem þú framdir ekki: þú truflar ást þeirra á eignum. Hvernig á ég að segja þér að í nautn þinni býr aldrei neitt illt, að hið góða er henni framandi? Og að syndin kemur ekki til fyrr en þú ert svipt opnuninni og þeir fá skrásett eigur sínar á þig, lokaða, og iðkað innbrot sín, árætt lögbrot sín, glæpaverk sín … Og aðra leiki með lögin. Þar sem þeir – og þú? – braska með hvítleika þinn. Ef við gefum kost á þessu þá látum við misnota okkur, ónýta okkur. Endalaust fjarlægar sjálfum okkur og styðjum með því eftirsóknina eftir markmiðum þeirra. Slíkt yrði verkefni okkar. Ef við beygjum okkur undir rökvísi þeirra þá erum við sekar. Fyrirætlanir þeirra – vísvitandi eða ekki – eru að gera okkur sekar. Þú ert komin aftur, klofin: ekki lengur við. Þú skiptir þér í rautt og hvítt, svart og hvítt, hvernig eigum við að finnast á ný? Snerta hvor aðra? Sundurskornar, að- skildar, búnar að vera: unaður okkar er kominn á bás í hagkerfi þeirra. Þar sem það að vera óspjölluð jafngildir því að vera ennþá ómerkt fyrir þeim og fyrir þá. Ekki ennþá kona fyrir þeim og fyrir þá. Ekki ennþá innprentuð af kyni þeirra, tungu- máli þeirra. Ekki ennþá smogin inn í af þeim, eignuð þeim. Varðveitt í hrekk- Hugur 2017-6.indd 88 8/8/2017 5:53:34 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.