Hugur - 01.01.2016, Side 89
Þegar varir okkar tala saman 89
leysi sem væri bið eftir þeim, ekkert án þeirra, tóm án þeirra. Að vera óspjölluð:
kaup þeirra, viðskipti og færslur í framtíðinni. Vetrarforðinn úr könnunarferðum
þeirra, neyslu og arðráni. Það sem þrá þeirra á í vændum. Ekki okkar.
Hvernig á að segja það? Að undireins erum við kona. Að við þurfum ekki að
vera búnar til sem slíkar af þeirra hálfu, fá nafn sem slíkar af þeirra hálfu, helgaðar
eða vanhelgaðar sem slíkar af þeirra hálfu. Að þetta hefur ævinlega nú þegar
gerst, án þeirra atbeina. Og að saga/sögur þeirra marki brottvísun okkar stað.
Ekki að við eigum okkar eigið landsvæði, en föðurland þeirra, fjölskylda, heimili,
orðræða þeirra halda okkur föngnum í lokuðum rýmum þar sem við fáum okkur
ekki lengur hreyft. Eða lifað sem við. Eignir þeirra eru útlegð okkar. Afmarkanir
þeirra, dauði ástar okkar. Orð þeirra, kefli vara okkar. Hvernig eigum við að tala til
að fá sloppið undan sundurgreiningu þeirra, hólfaskiptingu, greinarmun og and-
stæðum: óspjölluð/afmeyjuð, hrein/óhrein, saklaus/upplýst ... Hvernig getum við
losað okkur úr hlekkjum þessara skilyrða, frelsað okkur undan hugtökum þeirra,
tínt af okkur nöfn þeirra? Aftengt okkur, lifandi, hugtökum þeirra? Fortakslaust,
án þess hvíta flekkleysis sem héldi kerfum þeirra gangandi. Þú veist mætavel að
við erum ekki fullkomnar en við getum aðeins faðmað hvor aðra fullkomlega. Að
hlutarnir, hver á eftir öðrum – hlutar líkamans, rýmisins, tímans – trufla blóð-
flæði okkar. Lama okkur, frysta okkur, svipta okkur hreyfingunni. Fölari. Næstum
kaldar.
Bíddu. Blóð mitt snýr til baka. Frá skyni þeirra. Það verður aftur heitt í okkur.
Okkar á milli. Orð þeirra tæmast. Blóðlaus. Dauð skinn. En varir okkar verða aft-
ur rauðar. Þær hreyfast, þær bæra á sér, þær vilja tala. Hvað ertu að segja? Ekkert.
Allt. Já. Vertu þolinmóð. Þú munt segja allt. Byrjaðu á því sem þú finnur fyrir,
hérna, á stundinni. Kvenleikinn „allur(in)“8 mun koma.
En þú getur ekki búist við honum, séð hann fyrir eða látið hann hlíta fyrirfram
skilgreindri dagskrá. Þetta „allur(in)“ er ekki fyrirsjáanlegt. Það verður ekki beisl-
að. Það er gjörvallur líkami okkar sem lætur hrífast. Hvergi yfirborð sem varir.
Hvergi form, lína, punktur sem situr eftir. Enginn jarðvegur sem heldur út. En
heldur ekki hyldýpi. Fyrir okkur er dýptin ekki hít. Þar sem ekki er hörð skorpa
er ekkert hengiflug. Dýpt okkar: þéttleiki líkama okkar, hver sú sem snertir sig.
Ekkert ofan neðan, réttan rangan, framan aftan, uppi niðri út af fyrir sig. Greind
að, utan seilingar. Öll samtvinnuð. Án sprungna og skarða.
Ef þú/ég hika við að tala, er það þá ekki vegna þess að við erum hræddar við að
tala ekki rétt? En hvað væri rétt eða rangt? Að hverju værum við að laga okkur er
við töluðum „rétt“? Hvaða stigveldi, undirokun, tæki okkur þá fyrir? Bryti okkur
þá á bak aftur? Hvaða tilkall til að hefja okkur upp á svið gildari orðræðu? Reisnin
er ekki okkar mál: við höfum það afar gott á strandlendinu. Við eigum okkur svo
8 Irigaray bregður hér á leik, en „allur(in)“ (fr. le toute) er málfræðilegur kynjaruglingur, kvenkyns
greinir á karlkyns fornafni, sem er væntanlega óbein tilvísun í Lacan og táknun hans á konunni
sem pas-toutes (e. not-alls) í Le Séminaire XX: Encore (Paris: Editions du Seuil, 1975). Í „Cosi fan
tutti“ (Ce sexe, s. 85–101) fullyrðir Irigaray að sú sálgreining sem Lacan talar fyrir útiloki kvenlæga
framsetningu í orðræðunni. –Þýð.
Hugur 2017-6.indd 89 8/8/2017 5:53:34 PM