Hugur - 01.01.2016, Side 89

Hugur - 01.01.2016, Side 89
 Þegar varir okkar tala saman 89 leysi sem væri bið eftir þeim, ekkert án þeirra, tóm án þeirra. Að vera óspjölluð: kaup þeirra, viðskipti og færslur í framtíðinni. Vetrarforðinn úr könnunarferðum þeirra, neyslu og arðráni. Það sem þrá þeirra á í vændum. Ekki okkar. Hvernig á að segja það? Að undireins erum við kona. Að við þurfum ekki að vera búnar til sem slíkar af þeirra hálfu, fá nafn sem slíkar af þeirra hálfu, helgaðar eða vanhelgaðar sem slíkar af þeirra hálfu. Að þetta hefur ævinlega nú þegar gerst, án þeirra atbeina. Og að saga/sögur þeirra marki brottvísun okkar stað. Ekki að við eigum okkar eigið landsvæði, en föðurland þeirra, fjölskylda, heimili, orðræða þeirra halda okkur föngnum í lokuðum rýmum þar sem við fáum okkur ekki lengur hreyft. Eða lifað sem við. Eignir þeirra eru útlegð okkar. Afmarkanir þeirra, dauði ástar okkar. Orð þeirra, kefli vara okkar. Hvernig eigum við að tala til að fá sloppið undan sundurgreiningu þeirra, hólfaskiptingu, greinarmun og and- stæðum: óspjölluð/afmeyjuð, hrein/óhrein, saklaus/upplýst ... Hvernig getum við losað okkur úr hlekkjum þessara skilyrða, frelsað okkur undan hugtökum þeirra, tínt af okkur nöfn þeirra? Aftengt okkur, lifandi, hugtökum þeirra? Fortakslaust, án þess hvíta flekkleysis sem héldi kerfum þeirra gangandi. Þú veist mætavel að við erum ekki fullkomnar en við getum aðeins faðmað hvor aðra fullkomlega. Að hlutarnir, hver á eftir öðrum – hlutar líkamans, rýmisins, tímans – trufla blóð- flæði okkar. Lama okkur, frysta okkur, svipta okkur hreyfingunni. Fölari. Næstum kaldar. Bíddu. Blóð mitt snýr til baka. Frá skyni þeirra. Það verður aftur heitt í okkur. Okkar á milli. Orð þeirra tæmast. Blóðlaus. Dauð skinn. En varir okkar verða aft- ur rauðar. Þær hreyfast, þær bæra á sér, þær vilja tala. Hvað ertu að segja? Ekkert. Allt. Já. Vertu þolinmóð. Þú munt segja allt. Byrjaðu á því sem þú finnur fyrir, hérna, á stundinni. Kvenleikinn „allur(in)“8 mun koma. En þú getur ekki búist við honum, séð hann fyrir eða látið hann hlíta fyrirfram skilgreindri dagskrá. Þetta „allur(in)“ er ekki fyrirsjáanlegt. Það verður ekki beisl- að. Það er gjörvallur líkami okkar sem lætur hrífast. Hvergi yfirborð sem varir. Hvergi form, lína, punktur sem situr eftir. Enginn jarðvegur sem heldur út. En heldur ekki hyldýpi. Fyrir okkur er dýptin ekki hít. Þar sem ekki er hörð skorpa er ekkert hengiflug. Dýpt okkar: þéttleiki líkama okkar, hver sú sem snertir sig. Ekkert ofan neðan, réttan rangan, framan aftan, uppi niðri út af fyrir sig. Greind að, utan seilingar. Öll samtvinnuð. Án sprungna og skarða. Ef þú/ég hika við að tala, er það þá ekki vegna þess að við erum hræddar við að tala ekki rétt? En hvað væri rétt eða rangt? Að hverju værum við að laga okkur er við töluðum „rétt“? Hvaða stigveldi, undirokun, tæki okkur þá fyrir? Bryti okkur þá á bak aftur? Hvaða tilkall til að hefja okkur upp á svið gildari orðræðu? Reisnin er ekki okkar mál: við höfum það afar gott á strandlendinu. Við eigum okkur svo 8 Irigaray bregður hér á leik, en „allur(in)“ (fr. le toute) er málfræðilegur kynjaruglingur, kvenkyns greinir á karlkyns fornafni, sem er væntanlega óbein tilvísun í Lacan og táknun hans á konunni sem pas-toutes (e. not-alls) í Le Séminaire XX: Encore (Paris: Editions du Seuil, 1975). Í „Cosi fan tutti“ (Ce sexe, s. 85–101) fullyrðir Irigaray að sú sálgreining sem Lacan talar fyrir útiloki kvenlæga framsetningu í orðræðunni. –Þýð. Hugur 2017-6.indd 89 8/8/2017 5:53:34 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.