Hugur - 01.01.2016, Side 112

Hugur - 01.01.2016, Side 112
112 Sigrún Inga Hrólfsdóttir og þannig á ævintýrið sér stað, hið óendanlega flókna samspil sem veruleikinn og orsakasamband hlutanna er.14 Vera Frakkinn René Descartes, sem stundum er nefndur faðir nútímaheimspeki, gerði skýran greinarmun á sál og líkama – sjálfsveru og hlutveru. Í viðleitni sinni til þess að endurhugsa ýmsar hugmyndir skólaspekinga15 samtíma síns, sem að hans mati voru úr sér gengnar, vefengdi hann kerfisbundið viðurkenndar hugmyndir. Hann var rökhyggjumaður og dró í efa að reynsla (skynjun) væri heppileg aðferð til að byggja traustan grundvöll fyrir vísindi.16 Eitt gat hann þó ekki dregið í efa, og það var að hugur hans gat hugsað. Af því sprettur hin fræga setning „Cogito ergo sum“ eða „Ég hugsa, þess vegna er ég“. Tvíhyggja hans um sál og líkama hafði mikil áhrif og Descartes hafnaði hinni aristótelísku skýringu skólaspekinnar að allir efnislegir hlutir væru bæði efni og form. Sálin var raunveruleg fyrir Descartes og Guð sömuleiðis, en með rökhyggju taldi hann sig færa sönnur á tilvist Guðs.17 Descartes taldi sig skoða heiminn og sjálfan sig á hlutlægan hátt. Og hin kartesíska skoðun var studd og staðfest gegnum stærðfræði og eðlisfræði. Þessi hlutlæga nálgun var þó á forsendum rökhugsunar en ekki skynjunar. Með þess- um hætti klippti hinn kartesíska heimsmynd út hina skynfræðilegu vídd. Hið skynfræðilega féll undir „persónulegt“ mat. Skynfræði og vísindi voru aðskilin og jafnframt svið listar og rannsókna. Við þessa aðgreiningu losnaði einnig um þau tök sem guðstrú hafði á þekkingu og list.18 David Hume hugsaði mikið um orsakasamband hlutanna og var sammála Isaac Newton að því leyti að við höfum margs konar möguleika til þess að útskýra hvernig hlutirnir virka, en það er ekki þar með sagt að það skýri af hverju þeir virki. Hume hélt því þess vegna fram að hugmyndir okkar byggðust á reynslu og vana. Til dæmis sú skoðun okkar að sólin komi upp á hverjum morgni. Hume var þeirrar skoðunar að við séum þess fullviss að sólin muni koma aftur upp á morgun vegna þess að þannig hefur það alltaf verið, en ekki vegna þess að við höfum svo djúpan skilning á orsökum og virkni himintunglanna. Orsakasamband er því vit- und um fylgni. En ein orsök getur þó haft óteljandi mismunandi afleiðingar í för með sér. Heimurinn er kannski fullkomlega óreiðukenndur, en náttúran kennir okkur. Frá ungum aldri lærum við af reynslunni í samskiptum okkar við ytri og innri heim. Það er fyrirfram ákveðið samræmi milli ytri og innri náttúru. „Þannig 14 Morton 2013: 26. 15 Skólaspeki er sú heimspekihefð sem var ríkjandi í Evrópu á miðöldum eða frá árunum 1000– 1500. Skólaspekingar byggðu á kristinni guðfræði og ritum Aristótelesar sem Bóetíus hafði þýtt á latínu um 500 árum fyrr. Markmið skólaspekinnar var að sætta kristna speki við rökfræði forn- aldar. Það er almennt litið niður á skólaspekina enn þann dag í dag. Skólaspekingar lögðu stund á frumspeki sem módernistar höfnuðu. Timothy Morton telur að við þurfum nú að skilja við módernismann, hann hafi komið okkur og öllu umhverfinu á hvínandi kúpuna. En þá fáum við í vissum skilningi hugmyndir Aristótelesar aftur. 16 Þorsteinn Gylfason 2001. 17 Descartes 2001. 18 Morton 2013: 79. Hugur 2017-6.indd 112 8/8/2017 5:53:42 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.