Hugur - 01.01.2016, Side 115
Raunveruleikinn er ævintýri 115
heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty vann að í véum fyrirbærafræðinnar.
Sú grundvallarhugmynd hans að við séum hluti af veruleikanum og veruleikinn
sé hluti af okkur, molar þann tvíhyggjuskilning að við sem búum yfir mennskri
vitund stöndum á einhvern hátt andspænis veruleikanum. Öllu heldur er mennsk
vitund samofin öllu sem er. Samofin því sem Merleau-Ponty kaus að kalla „hold
heimsins“ (fr. la chair du monde) sem „skynjar, hugsar, sér og athafnar sig (meðal
annars) gegnum okkur“.26 Þessi grunnþáttur veruleikans býr undir eða að baki
hvers kyns skilgreiningum, hvort sem um er að ræða sjálfsveru eða hlutveru, líf-
veru eða dauðan hlut. Reyndar virðist hugtakið dauður hlutur daga uppi sem
merkingarleysa í ljósi aukinnar þekkingar okkar á efni og öreindum, sem eru
viðfangsefni skammtafræðinnar, en hún er meðal annars lykillinn að tölvum, sem
öll tækni nútímans byggir á.27 Það mun vera eðli ljóss að vera bæði bylgja og eind.
Og það er trú sumra eðlisfræðinga að eindareðlið komi í raun aðeins fram við
mælingar. Eða, þegar einhver túlkandi skynjar það sem eind.28
Skammtafræði
Rætur skammtafræðinnar, stærðfræðilegrar lýsingar á hegðun smæstu hluta al-
heimsins, má rekja til ársins 1900 en þá birti þýski eðlisfræðingurinn Max Planck
í fyrsta skipti stuðul sinn í útreikningum, þann sem er einkennisfasti skammta-
fræðinnar. Skipta má sögu skammtafræðinnar í tvö skeið. Hið fyrra er kennt við
danska eðlisfræðinginn Niels Bohr og kenningu hans um atómið sem kom fram
á árunum 1900–1913. Með henni leystust ýmis álitamál, en það var einnig ljóst
að þar var ekki komin endanleg lausn. Á seinna skeiðinu frá 1913 til ársins 1926
settu Werner Heisenberg, sem var þýskur eðlisfræðingur, og austurríski eðlis-
fræðingurinn Erwin Schrödinger fram skammtakenningar sínar, sem fjalla um
hegðun öreinda án þess að afstæðiskenningin komi við sögu. Sú kenning um
atómið, sem er viðtekin í dag, kom fram á árunum 1925–1926. En það hefur reynst
illleysanlegt að flétta kenningar skammtafræðinnar saman við afstæðiskenningu
Alberts Einstein. Þekktustu furður skammtafræðinnar eru óvissulögmál Heisen-
bergs og kenningarnar um tvíeðli bylgju og agnar.29
Eðlisfræði Nielsar Bohr og ákveðnar hliðar skammtafræði hans binda enda á
frumspekilega einstaklings- og eindahyggju að hætti Newtons og Einsteins.30
Þar á meðal er kenning Bohrs um atómið og sú meinta mótsögn sem felst í kenn-
ingunni um að ljós sé bæði bylgja og eind. Bohr deildi um þetta við Einstein, sem
treysti á frumspekilega eindahyggju og arfleifð Newtons.
Bohr leit raunar svo á að orð einsog ,,bylgja“ og „eind“ séu hreinlega merkingar-
laus nema í samhengi við þau mælitæki eða skilgreiningartæki sem notuð eru til
að mæla þessi fyrirbæri. Í ljós hefur komið að öreindir reyndust vera bæði bylgjur
26 Björn Þorsteinsson 2016: 78.
27 Matson, „What is Quantum Mechanics Good For?“
28 Ottó Elíasson, „Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?“
29 Þorsteinn Vilhjálmsson 2009: 68.
30 Björn Þorsteinsson 2010: 7.
Hugur 2017-6.indd 115 8/8/2017 5:53:43 PM