Hugur - 01.01.2016, Page 115

Hugur - 01.01.2016, Page 115
 Raunveruleikinn er ævintýri 115 heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty vann að í véum fyrirbærafræðinnar. Sú grundvallarhugmynd hans að við séum hluti af veruleikanum og veruleikinn sé hluti af okkur, molar þann tvíhyggjuskilning að við sem búum yfir mennskri vitund stöndum á einhvern hátt andspænis veruleikanum. Öllu heldur er mennsk vitund samofin öllu sem er. Samofin því sem Merleau-Ponty kaus að kalla „hold heimsins“ (fr. la chair du monde) sem „skynjar, hugsar, sér og athafnar sig (meðal annars) gegnum okkur“.26 Þessi grunnþáttur veruleikans býr undir eða að baki hvers kyns skilgreiningum, hvort sem um er að ræða sjálfsveru eða hlutveru, líf- veru eða dauðan hlut. Reyndar virðist hugtakið dauður hlutur daga uppi sem merkingarleysa í ljósi aukinnar þekkingar okkar á efni og öreindum, sem eru viðfangsefni skammtafræðinnar, en hún er meðal annars lykillinn að tölvum, sem öll tækni nútímans byggir á.27 Það mun vera eðli ljóss að vera bæði bylgja og eind. Og það er trú sumra eðlisfræðinga að eindareðlið komi í raun aðeins fram við mælingar. Eða, þegar einhver túlkandi skynjar það sem eind.28 Skammtafræði Rætur skammtafræðinnar, stærðfræðilegrar lýsingar á hegðun smæstu hluta al- heimsins, má rekja til ársins 1900 en þá birti þýski eðlisfræðingurinn Max Planck í fyrsta skipti stuðul sinn í útreikningum, þann sem er einkennisfasti skammta- fræðinnar. Skipta má sögu skammtafræðinnar í tvö skeið. Hið fyrra er kennt við danska eðlisfræðinginn Niels Bohr og kenningu hans um atómið sem kom fram á árunum 1900–1913. Með henni leystust ýmis álitamál, en það var einnig ljóst að þar var ekki komin endanleg lausn. Á seinna skeiðinu frá 1913 til ársins 1926 settu Werner Heisenberg, sem var þýskur eðlisfræðingur, og austurríski eðlis- fræðingurinn Erwin Schrödinger fram skammtakenningar sínar, sem fjalla um hegðun öreinda án þess að afstæðiskenningin komi við sögu. Sú kenning um atómið, sem er viðtekin í dag, kom fram á árunum 1925–1926. En það hefur reynst illleysanlegt að flétta kenningar skammtafræðinnar saman við afstæðiskenningu Alberts Einstein. Þekktustu furður skammtafræðinnar eru óvissulögmál Heisen- bergs og kenningarnar um tvíeðli bylgju og agnar.29 Eðlisfræði Nielsar Bohr og ákveðnar hliðar skammtafræði hans binda enda á frumspekilega einstaklings- og eindahyggju að hætti Newtons og Einsteins.30 Þar á meðal er kenning Bohrs um atómið og sú meinta mótsögn sem felst í kenn- ingunni um að ljós sé bæði bylgja og eind. Bohr deildi um þetta við Einstein, sem treysti á frumspekilega eindahyggju og arfleifð Newtons. Bohr leit raunar svo á að orð einsog ,,bylgja“ og „eind“ séu hreinlega merkingar- laus nema í samhengi við þau mælitæki eða skilgreiningartæki sem notuð eru til að mæla þessi fyrirbæri. Í ljós hefur komið að öreindir reyndust vera bæði bylgjur 26 Björn Þorsteinsson 2016: 78. 27 Matson, „What is Quantum Mechanics Good For?“ 28 Ottó Elíasson, „Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?“ 29 Þorsteinn Vilhjálmsson 2009: 68. 30 Björn Þorsteinsson 2010: 7. Hugur 2017-6.indd 115 8/8/2017 5:53:43 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.