Hugur - 01.01.2016, Page 126
126 Eyja M. Brynjarsdóttir
Það ætla ég líka að sýna fram á með tvennum hætti. Annars vegar ætla ég að taka
dæmi af rökgreiningarheimspekingum frá fyrstu áratugum hefðarinnar sem not-
uðu þessar aðferðir við samfélagsgagnrýni. Hins vegar mun ég fjalla um hvernig
það hefur færst í vöxt á síðustu árum að rökgreiningarheimspekingar stundi sam-
félagsgagnrýni með aðferðum hefðarinnar. Ég mun hins vegar lítið fara út í það
hvers vegna það „datt úr tísku“ í öll þessi ár að nota rökgreiningarheimspeki til
að stunda samfélagsgagnrýni. Það er í sjálfu sér fyllilega verðug spurning en því
miður gefst ekki rúm til að svara henni hér.
Russell og róttæknin
Oft er talað um Bertrand Russell (1872–1970) sem einn af sjálfum feðrum rök-
greiningarheimspekinnar. Russell átti afar langan feril í heimspeki sem segja
má að hafi náð yfir mörg tímabil, allt frá því fyrir aldamótin 1900 þar til hann
lést árið 1970. Russell hefur verið þekktastur fyrir að leggja stund á heimspeki
stærðfræðinnar, rökfræði, málspeki, þekkingarfræði og frumspeki og hefð hefur
skapast fyrir því að skoða sögu rökgreiningarheimspeki svo til eingöngu út frá
því sem átti sér stað á þessum sviðum. Hann var afar afkastamikill á löngum ferli
og eftir hann liggur stórt safn verka um alls konar heimspekileg efni en þau sem
hafa hlotið langmesta athygli síðustu hálfa öldina eru þau sem eru á fyrrgreind-
um sviðum og snúast t.d. um grundvöll stærðfræðinnar, lýsingakenningu hans
(e. theory of descriptions), röklega eindahyggju (e. logical atomism), skynreyndir (e.
sense data) eða muninn á viðkynningarþekkingu (e. knowledge by acquaintance) og
lýsingarþekkingu (e. knowledge by description).4
Russell var jafnframt ötull baráttumaður fyrir félagslegu réttlæti og sjálfum sér
samkvæmur sem slíkur. Hann sat tvisvar í fangelsi vegna friðarbaráttu; í fyrra
skiptið í fyrri heimsstyrjöldinni og í það seinna 89 ára gamall í Víetnamstríð-
inu. Hann missti stöðu sína við Oxford-háskóla árið 1915 vegna andstöðu við
þátttöku Breta í stríðinu en var þó boðin staðan aftur eftir að stríðinu lauk. Auk
þess að taka virkan þátt í samfélagsbaráttu skrifaði Russell fjölmargar bækur og
greinar sem fela í sér mikla samfélagsádeilu og þar beitir hann aðferðum sem
hann leggur áherslu á í heimspeki sinni og koma glöggt fram í hugmyndum
hans um beitingu heimspekilegrar hugsunar. Einnig birtast þar skýrt hugmyndir
Russells um stöðu mannsins í heiminum, um tilgang þess sem maðurinn tekst á
við í lífinu og afstaða hans til ýmissa mála sem varða réttlæti og skiptingu auðs,
svo eitthvað sé nefnt. Það er því alls ekki rétt að líta á skrif hans um siðferði og
stjórnmál sem einhvers konar hliðarbúgrein við hina „raunverulegu“ heimspeki
hans. Heimspekileg hugsun Russells kemur ekkert síður fram þarna en í öðrum
skrifum hans.
Russell er umhugað um að berjast gegn kredduhugsun og fordómum og hann
skrifar til dæmis um menntun sem eitthvað sem eigi að þroska dómgreind nem-
4 Meðal þekktra verka um þessi efni má nefna Russell 1903; 1905; 1911; 1914a; 1914b; 1924 og 1949 en
raunar er af nógu öðru að taka.
Hugur 2017-6.indd 126 8/8/2017 5:53:46 PM