Hugur - 01.01.2016, Page 132

Hugur - 01.01.2016, Page 132
132 Eyja M. Brynjarsdóttir Rudolf Carnap lýsir hugmyndafræði Vínarhringsins á eftirfarandi hátt í sjálfsævisögu sinni: Við öll í Vínarhringnum sýndum mikinn áhuga á þeirri atburðarás sem átti sér stað í stjórnmálum í landi okkar, í Evrópu og í heiminum. Þessi vandamál voru rædd sérstaklega en ekki á fundum Hringsins sem helg- aðir voru fræðilegum spurningum. Ég held að við höfum nær öll deilt eftirfarandi þremur skoðunum sem tæpast þurfti að ræða. Sú fyrsta er að maðurinn hafi enga yfirnáttúrulega verndara eða óvini og að þess vegna sé hvaðeina sem gert er til að bæta lífið verkefni mannsins sjálfs. Í öðru lagi höfðum við þá sannfæringu að mannkyn sé fært um að breyta lífs- skilyrðum sínum þannig að sneiða megi hjá mörgum þjáningum nútím- ans og að ytri og innri lífsskilyrði einstaklings, samfélags og að lokum mannkyns alls megi í grundvallaratriðum bæta. Þriðja skoðunin er að allar meðvitaðar athafnir krefjist þekkingar á heiminum, að hin vísinda- lega aðferð sé besta leiðin til að öðlast þekkingu og að þess vegna þurfi að líta á vísindi sem eitt verðmætasta verkfærið til að bæta lífið. Í Vín höfðum við engin nöfn yfir þessar skoðanir en ef við leitum í amerískan íðorðaforða eftir hugtaki yfir þessa blöndu virðist það besta vera „vísinda- legur húmanismi“.18 Annað einkenni á Vínarhringnum er að hann greindist í tvennt eftir pólitísk- um línum. Allir meðlimir hans voru vissulega samstíga um ákveðnar hugmyndir varðandi samfélagið, svo sem um sameiningu vísinda, alþýðufræðslu, andstöðu við þjóðernishyggju og fasisma og fleira á þeim nótum. Hins vegar voru sum- ir pósitívistanna virkir sósíalistar meðan aðrir voru það ekki, ýmist vegna þess að pólitískar skoðanir þeirra lágu nær hinni pólitísku miðju eða vegna þess að þeir voru ekki virkir í slíkri baráttu jafnvel þótt þeir kunni að hafa haft svipaðar skoðanir. Þeir pósitívistar sem virkastir voru í þessum efnum hafa verið kallaðir Vinstri Vínarhringurinn og er þar helst átt við Otto Neurath, eiginkonu hans Olgu Hahn-Neurath, bróður hennar Hans Hahn, Rudolf Carnap og Phillip Frank. Stefnuskrá Vínarhringsins var, eins og fram hefur komið, samin af félög- um af þessum vinstri væng; Neurath, Carnap og Hahn, og hún ber þess glögg merki. Hér og hvar má finna í henni setningar sem gefa til kynna stuðning við sósíalísk gildi og að höfundarnir hafi haft í huga tengingar pósitívisma við slíkar hugmyndir, til að mynda: [...] viðleitni til nýrrar skipunar efnahagslegra og félagslegra tengsla, ein- ingar mannkyns, umbyltingar skóla og menntunar, sýnir innra samhengi við hina vísindalegu heimsmynd. Svo virðist sem þessi viðleitni sé vel- komin og litin jákvæðum augum af meðlimum Hringsins, og sumir eru raunar virkir í að stuðla að henni.19 18 Carnap 1963: 82–83. 19 Carnap, Hahn og Neurath 1973/1929: 304–305. Hugur 2017-6.indd 132 8/8/2017 5:53:48 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.