Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 132
132 Eyja M. Brynjarsdóttir
Rudolf Carnap lýsir hugmyndafræði Vínarhringsins á eftirfarandi hátt í
sjálfsævisögu sinni:
Við öll í Vínarhringnum sýndum mikinn áhuga á þeirri atburðarás sem
átti sér stað í stjórnmálum í landi okkar, í Evrópu og í heiminum. Þessi
vandamál voru rædd sérstaklega en ekki á fundum Hringsins sem helg-
aðir voru fræðilegum spurningum. Ég held að við höfum nær öll deilt
eftirfarandi þremur skoðunum sem tæpast þurfti að ræða. Sú fyrsta er að
maðurinn hafi enga yfirnáttúrulega verndara eða óvini og að þess vegna
sé hvaðeina sem gert er til að bæta lífið verkefni mannsins sjálfs. Í öðru
lagi höfðum við þá sannfæringu að mannkyn sé fært um að breyta lífs-
skilyrðum sínum þannig að sneiða megi hjá mörgum þjáningum nútím-
ans og að ytri og innri lífsskilyrði einstaklings, samfélags og að lokum
mannkyns alls megi í grundvallaratriðum bæta. Þriðja skoðunin er að
allar meðvitaðar athafnir krefjist þekkingar á heiminum, að hin vísinda-
lega aðferð sé besta leiðin til að öðlast þekkingu og að þess vegna þurfi
að líta á vísindi sem eitt verðmætasta verkfærið til að bæta lífið. Í Vín
höfðum við engin nöfn yfir þessar skoðanir en ef við leitum í amerískan
íðorðaforða eftir hugtaki yfir þessa blöndu virðist það besta vera „vísinda-
legur húmanismi“.18
Annað einkenni á Vínarhringnum er að hann greindist í tvennt eftir pólitísk-
um línum. Allir meðlimir hans voru vissulega samstíga um ákveðnar hugmyndir
varðandi samfélagið, svo sem um sameiningu vísinda, alþýðufræðslu, andstöðu
við þjóðernishyggju og fasisma og fleira á þeim nótum. Hins vegar voru sum-
ir pósitívistanna virkir sósíalistar meðan aðrir voru það ekki, ýmist vegna þess
að pólitískar skoðanir þeirra lágu nær hinni pólitísku miðju eða vegna þess að
þeir voru ekki virkir í slíkri baráttu jafnvel þótt þeir kunni að hafa haft svipaðar
skoðanir. Þeir pósitívistar sem virkastir voru í þessum efnum hafa verið kallaðir
Vinstri Vínarhringurinn og er þar helst átt við Otto Neurath, eiginkonu hans
Olgu Hahn-Neurath, bróður hennar Hans Hahn, Rudolf Carnap og Phillip
Frank. Stefnuskrá Vínarhringsins var, eins og fram hefur komið, samin af félög-
um af þessum vinstri væng; Neurath, Carnap og Hahn, og hún ber þess glögg
merki. Hér og hvar má finna í henni setningar sem gefa til kynna stuðning við
sósíalísk gildi og að höfundarnir hafi haft í huga tengingar pósitívisma við slíkar
hugmyndir, til að mynda:
[...] viðleitni til nýrrar skipunar efnahagslegra og félagslegra tengsla, ein-
ingar mannkyns, umbyltingar skóla og menntunar, sýnir innra samhengi
við hina vísindalegu heimsmynd. Svo virðist sem þessi viðleitni sé vel-
komin og litin jákvæðum augum af meðlimum Hringsins, og sumir eru
raunar virkir í að stuðla að henni.19
18 Carnap 1963: 82–83.
19 Carnap, Hahn og Neurath 1973/1929: 304–305.
Hugur 2017-6.indd 132 8/8/2017 5:53:48 PM