Hugur - 01.01.2016, Síða 136

Hugur - 01.01.2016, Síða 136
136 Eyja M. Brynjarsdóttir að þannig ættu vísindamenn úr öllum greinum að geta talað saman og gert sig skiljanlega á sömu forsendum. Þetta var eitt af því sem Horkheimer var fullkom- lega andsnúinn, fyrir honum gat enginn gagnkvæmur skilningur ríkt milli vís- indagreina og þetta var ein ástæða þess að þegar þeir töluðu um vísindi gerðu þeir það óhjákvæmilega frá mismunandi útgangspunktum. En svo við höldum okkur við hugsun Neuraths þá voru vísindin hliðstæð samfélaginu; framfarir í vísindum hlutu að haldast í hendur við bætt samfélag og aukin vísindaleg þekking fól meðal annars í sér minnkandi kreddur og fordóma og aukna hamingju. Þetta þýddi ekki að hann væri haldinn blindri trú á allt sem ætti sér stað undir merkjum vísinda, heldur leit hann á öll vísindaleg verkefni sem verk í vinnslu og eitthvað sem við þyrftum að nálgast út frá bestu tiltæku aðferðum og upplýsingum hverju sinni, þ.e.a.s. eitthvað sem þyrfti að taka með fyrirvara, rétt eins og öllum hugmyndum um samfélag og stjórnmál.35 Neurath virðist hafa litið svo á að þótt vísindin væru sjálfstæð að því leyti að ekki væri innbyggt í þau gildismat þá væri nauðsynlegt að hafa í vísindastarfinu markmið eða leiðarljós. Fyrir honum var þetta leiðarljós aukinn jöfnuður í samfélaginu í marxískum anda.36 Stebbing og góð hugsun Þriðja dæmið sem nefnt verður hér um samfélagsgagnrýni í rökgreiningarheim- speki á fyrstu áratugum hennar eru skrif Susan Stebbing (1885–1943). Stebbing hafði mikil áhrif á þróun rökgreiningarheimspeki í Bretlandi og var fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í heimspeki við breskan háskóla. Hún hafði alla tíð mikil tengsl við Cambridge-háskóla og telst til þeirrar hreyfingar sem kennd er við Cambridge-greiningu (e. Cambridge analysis) en stundaði þó hvorki nám né kenndi við skólann, enda var þetta á þeim tíma þegar konur höfðu ekki aðgang að honum. Stebbing kenndi aftur á móti við Bedford College í London og fékk prófessorsstöðu þar. Hún var einn af stofnendum tímaritsins Analysis, sem var löngum eitt af flaggskipum rökgreiningarheimspeki, og átti stóran þátt í að greiða götu rökfræðilegrar raunhyggju í Bretlandi.37 Þrátt fyrir áhuga hennar á hugmyndum pósitívista í Vín og Berlín og vináttu við suma þeirra, voru hugmyndir Stebbing að ýmsu leyti frábrugðnar hugmynd- um þeirra. Þar liggur beint við að nefna hugmyndir um að rökgreining gæti verið tvenns konar; annars vegar gæti hún falist í að þýða eða greina hugtök yfir í önnur á sama stigi, sem var greining af því tagi sem meðal annars var stunduð af Vín- arhringsmönnum, og hins vegar gæti hún falist í að smætta hugtökin niður í önn- ur á öðru stigi, sem fól þá í sér ákveðinn frumspekilegan kjarna. Þessi síðarnefnda gerð var sú sem kölluð var Cambridge-greining og hún varð öllu umdeildari á þessum tímum. Stebbing var jafnframt alla tíð hlynnt ákveðnum frumspekilegum 35 Pombo, Symons og Torres 2011: 3–4. 36 Sjá nánar Okruhlik 2004. 37 Chapman 2013. Hugur 2017-6.indd 136 8/8/2017 5:53:49 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.