Hugur - 01.01.2016, Síða 137

Hugur - 01.01.2016, Síða 137
 Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól 137 hugmyndum og snerist þannig aldrei fyllilega á sveif með þeirri stefnu sem boðuð var í anda rökfræðilegrar raunhyggju. Stebbing var ötull talsmaður gagnrýninnar hugsunar og þess að beita skyldi rökfræði og skynsemi í daglegu lífi og til að hugsa um málefni líðandi stundar. Þetta kemur fram í bókum hennar Logic in Practice38 og Thinking to Some Pur- pose39 þar sem hún talar um mikilvægi þess að hugsa og tjá sig skýrt, eða „að hugsa vel“. Hún leggur víða í verkum sínum áherslu á að andmæla því sem hún telur óskýra eða loðna hugsun, meðal annars á þeim forsendum að hún sé ruglandi fyrir almenning. Í Thinking to Some Purpose fjallar hún í löngu máli um áróður og áhrif hans á almenning. Bókin kom út 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin var yfirvofandi og Stebbing leit svo á að neyðarástand ríkti, ekki síst vegna þess að stjórnvöld væru hreinlega að ganga af göflunum. Stebbing gagnrýndi þar meðal annars það sem hún kallaði dósahugsun (e. potted thinking). Henni lýsti hún sem svo að þar væru flóknar og margþættar hugsanir soðnar niður og einfaldaðar og við fengjum þær svo afhentar og tækjum við þeim án þess að skoða þær nokkurn tímann almennilega.40 Í bókinni Ideals and Illusions, sem kom út 1941 eftir að stríðið var hafið, var Stebbing svo komin enn lengra út í pólitíska ádeilu.41 Stebbing varð mjög upptekin af ábyrgð sinni sem heimspekingur á stríðstím- um. Auk þess að sinna ýmsu friðar- og hjálparstarfi taldi hún það skyldu sína að nota kunnáttu sína í heimspeki til góðs, það væri ómögulegt að aðskilja heim- spekina frá lífsháttunum. Beita skyldi rökfræði og skynsemi í daglegu lífi og til að hugsa um málefni líðandi stundar. Í áðurnefndri bók, Ideals and Illusions, gagn- rýnir Stebbing til að mynda það hvernig óskýr orðanotkun er notuð til að fegra hlutina og segir að í raun ættum við ekki að nota orð á borð við ,stríð‘ (e. war), heldur tala um „skipulagða tilraun af hálfu ríkisins til að drepa, limlesta, svelta og skelfa meðlimi annars ríkis þar til það gefst upp“.42 Í greininni „Philosophers and Politics“ frá árinu 1939 setti Stebbing fram hug- leiðingar um hvernig heimspekingar ættu með hugsun sinni að nálgast stjórnmál. Þar kemur fram sú afstaða að frjáls, heimspekileg hugsun sé afar mikilvæg í lýð- ræðissamfélagi, og meðal annars gagnist hún sem eins konar greiningartæki. Hins vegar vildi Stebbing alls ekki líta svo á að heimspekingar ættu sem slíkir að leggja fyrir sig stjórnmál eða láta stjórnmálaskoðanir sínar yfirtaka heimspekina.43 Í þessari grein talar Stebbing um þýska nasismann sem dæmi um hugmyndafræði sem henni býður við. Hún setur einnig fram harða ádeilu bæði á fasisma Mussol- inis og nasisma Hitlers í 7. kafla bókarinnar Ideals and Illusions.44 Það er svolítið kaldhæðnislegt að lesa dóm Johns Laird um bókina frá 1942 þar sem hann segir meðal annars: 38 Stebbing 1934. 39 Stebbing 1939a. 40 Eyja Margrét Brynjarsdóttir 2010. 41 Stebbing 1941. 42 Stebbing 1941: 155–156. 43 Stebbing 1939b. Greinin birtist í íslenskri þýðingu í þessu hefti Hugar undir heitinu „Heimspek- ingar og stjórnmál“. 44 Stebbing 1941: 125–152. Hugur 2017-6.indd 137 8/8/2017 5:53:49 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.