Hugur - 01.01.2016, Side 149

Hugur - 01.01.2016, Side 149
 Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 149 á borð við (a)-(j) með afar nákvæmum hætti þar sem gerður er greinarmunur á afstöðu okkar innan þeirra flokka fullyrðinga sem við sögðumst áður telja sannar eða ósannar. Í bayesískri þekkingarfræði er sumsé gengið út frá því að afstöðu fólks til ólíkra fullyrðinga megi lýsa – að minnsta kosti að hluta – sem trúnaði sem hafi gildi á bilinu 0 (eða 0%) upp í 1 (eða 100%), að báðum meðtöldum.7 Eins og við mun- um víkja að síðar (í 5. hluta) telja sumir bayesískir þekkingarfræðingar að hægt sé að gera grein fyrir hefðbundnum (tvísætum) skoðunum sem ákveðinni tegund trúnaðar. Aðrir bayes ískir þekkingarfræðingar telja hins vegar að skoðanahugtak- ið sé ekki lengur gagnlegt til að lýsa afstöðu fólks eftir að hið mun nákvæmara trúnaðarhugtak hefur verið skilgreint.8 Hvað sem þessum innbyrðis ágreiningi líður, eru allir bayesískir þekkingarfræðingar á því að þekkingarfræði eigi fyrst og fremst að snúast um að gera grein fyrir því hversu mikinn trúnað við eigum að leggja á ólíkar fullyrðingar. 3. Grunnatriði bayesískrar þekkingarfræði Líkt og önnur þekkingarfræði er bayesísk þekkingarfræði boðandi eða normatív grein. Hún fjallar ekki um það hvernig hlutirnir eru í raun og veru heldur um það hvernig þeir ættu að vera – ekki um það hvernig fólk í reynd tekur afstöðu til full- yrðinga, heldur um það hvernig það ætti að taka slíka afstöðu. Þetta gerir bayesísk þekkingarfræði með því að lýsa því hvernig fullkomlega skynsamur einstakling- ur tekur afstöðu til ólíkra fullyrðinga.9 Meginkenning bayesískrar þekkingar- fræði er að slíkur einstaklingur leggi trúnað á ólíkar fullyrðingar í samræmi við frumsendur líkindafræðinnar. Með þessum hætti tengir bayesísk þekkingarfræði trúnað skynsamra einstaklinga við þá undirgrein stærðfræðinnar sem nefnist lík- indafræði (e. probability theory). Áður en lengra er haldið skulum við skoða stuttlega þessar frumsendur lík- indafræðinnar. Venjan er að setja fram þrjár frumsendur fyrir líkindafræði og eru þær kenndar við rússneska stærðfræðinginn Alexander Kolmogorov. Ef við látum „p(A)“ tákna líkurnar á að ótilgreind fullyrðing A sé sönn, má setja frumsendur Kolmogorovs fram svona:10 7 Reyndar telja margir bayesískir þekkingarfræðingar núorðið að best sé að lýsa afstöðu fólks sem trúnaðarbili, þ.e.a.s. einhverju bili á rauntölubilinu milli 0 og 1. Samkvæmt þessu er trúnaður fólks dreifður á milli tiltekinna talna fremur en að vera einhver slík tiltekin tala. Sjá til dæmis James M. Joyce 2005. 8 Sjá til dæmis Jeffrey 1970. 9 Það skal tekið fram að bayesísk þekkingarfræði gerir að mörgu leyti algjörlega óraunhæfar kröfur til skynsamra einstaklinga. Þetta á hún reyndar sameiginlegt með flestum kenningum í þekk- ingarfræði þótt kröfurnar sem bayesísk þekkingarfræði geri séu ef til vill enn óraunhæfari vegna þess að hún fjallar um mun nákvæmara fyrirbæri (þ.e.a.s. trúnað fremur en skoðanir), auk þess sem hún gerir ráð fyrir því að einstaklingar geti myndað sér afstöðu í samræmi við lögmál líkinda- fræðinnar. 10 Þessar frumsendur hafa verið settar fram á ýmsu formi. Í ljósi þess að við höfum áhuga á beitingu þeirra á þekkingarfræði, eru þær hér settar fram fyrir fullyrðingar (frekar en til dæmis fyrir atburði eins og oft er gert). Fjallað hefur verið um frumsendur Kolmogorovs í heimspekilegu samhengi í Hvað eru vísindi?, Erlendur Jónsson 2008. Hugur 2017-6.indd 149 8/8/2017 5:53:52 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.