Hugur - 01.01.2016, Side 150

Hugur - 01.01.2016, Side 150
150 Finnur Dellsén I. p(A) ≥ 0, fyrir allar fullyrðingar A. Með öðrum orðum er engin fullyrðing með minna en 0% líkur. II. p(A) = 1 ef A er klifun (e. tautology). Með öðrum orðum eru líkurnar á klifunum alltaf 100%. III. p(A1 ∨ ... ∨ An) = p(A1) + ... + p(An) þar sem A1,...,An eru ósamrýmanlegar fullyrðingar.11 Með öðrum orðum má leggja saman líkurnar á ósamrým- anlegum fullyrðingum og fá þannig líkurnar á að í það minnsta ein þeirra sé sönn. Talað er um að fall p(-) sem uppfyllir þessi skilyrði sé líkindafall (e. probabil- ity function). Eins og þessi framsetning gefur til kynna eru líkindaföllin sem við höfum áhuga á þess konar að þau tengja saman annars vegar fullyrðingar og hins vegar tiltekna tölu á bilinu 0 til 1 (eða 0 til 100%). Hugmyndin á bak við bayesíska þekkingarfræði er því sú að trúnaðurinn sem við leggjum á ólíkar fullyrðingar eigi að samrýmast þessum frumsendum. Með öðrum orðum á lágmarkstrúnaður ekki að vera minni en 0 samkvæmt frumsendu I, trúnaður gagnvart klifunum á að vera 1 samkvæmt frumsendu II, og samkvæmt frumsendu III á trúnaðurinn sem við leggjum á sundurgreiningu (e. disjunction) ólíkra fullyrðinga, sem útiloka hver aðra, að vera jafn þeim samanlagða trúnaði sem við leggjum á hverja fullyrðingu um sig. Þetta skiptir máli vegna þess að líkindafræðin mun þá geta sagt okkur ýmislegt um það hversu mikinn trúnað við eigum að leggja á ólíkar fullyrðingar. Nán- ar tiltekið munum við geta reiknað út með hjálp líkindafræðinnar hvaða trúnað við eigum að leggja á ólíkar fullyrðingar ef við ætlum okkur að vera fullkomlega skynsöm. Það er best að skoða dæmi til að átta sig í því hvernig þetta virkar. Í frægri sálfræðirannsókn Amos Tversky og Daniels Kahneman (sem síðar hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði) er konu lýst svo: „Linda er 31 árs gömul, einstæð, ákveðin og mjög klár. Hún lærði heimspeki í háskóla og beitti sér fyrir jafnrétti og félagslegu réttlæti, auk þess sem hún tók þátt í mótmælum gegn kjarnorku- verum.“12 Þátttakendur í rannsókninni voru svo meðal annars spurðir hvort þeir teldu líklegra að Linda væri (a) bankastarfsmaður, eða (b) bankastarfsmaður sem væri virk í femínistahreyfingunni. Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti svarenda sagði að (b) væri líklegra en (a), en það má túlka sem svo að svarendur hafi lagt meiri trúnað á (b) en (a). Samkvæmt bayesískri þekkingarfræði voru þessir svarendur ekki fullkomlega skynsamir, því það að leggja meiri trúnað á (b) en (a) stangast á við frumsendur líkindafræðinnar. Ástæðan er sú að sanna má eftirfarandi reglu út frá þessum frumsendum: Rökleiðslureglan. Ef A1 leiðir af sér A2, þá gildir: p(A1) ≤ p(A2). 11 Þessa þriðju frumsendu mætti kalla endanlegu samlagningarfrumsenduna (e. axiom of finite additi- vity). Stundum er þessari frumsendu breytt til að ná utan um það þegar við erum að eiga við óendanlega en teljanlega margar fullyrðingar – sú frumsenda nefnist á ensku „axiom of countable additivity“. 12 Tversky og Kahneman 1983: 297. Hugur 2017-6.indd 150 8/8/2017 5:53:53 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.