Hugur - 01.01.2016, Side 153

Hugur - 01.01.2016, Side 153
 Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 153 samt ekki saka Kára um að hafa svindlað nema ég hefði fyrir því haldgóð rök og því spurði ég sjálfan mig hversu mikinn trúnað ég ætti að leggja á að Kári hefði svindlað þegar fyrir lá að hann hafði unnið 10 sinnum í röð. Látum „S“ tákna þá fullyrðingu að Kári hafi svindlað og „U“ tákna þá fullyrðingu að Kári hafi unnið 10 sinnum í röð. Samkvæmt bayesískri skilyrðingu og reglu Bayes gildir þá að trúnaðurinn sem ég átti að leggja á S eftir að Kári hafði unnið 10 sinnum í röð er: pe(S)= pf (S)pf (U | S) pf (S)pf (U | S)+ pf (¬S)pf (U | ¬S) Við getum nú fyllt inn í það sem er á hægri hlið jöfnunnar með því að gefa okkur tölur fyrir þessar líkur. Líkurnar á að Kári svindli tel ég almennt mjög litlar (enda treysti ég Kára) og því set ég pf(S) = 1%. (Um leið set ég pf(¬S) = 99%, því ég veit að það eru samanlagt 100% líkur á að S sé sönn eða að S sé ósönn.) Líkurnar á að Kári vinni 10 sinnum röð, að því gefnu að hann hafi svindlað, tel ég afar miklar og set því pf(U|S) = 90%. Á hinn bóginn tel ég afar ólíklegt að vinna 10 sinnum í röð ef maður er ekki að svindla, enda met ég það svo að líkurnar á að vinna hverja umferð sé 50% og set því pf(U|¬S) = 0,510 ≈ 0,1%. Ef við stingum þessum tölum svo inn í jöfnuna hér að ofan fáum við pe(S) = 90,3%. Samkvæmt þessu ætti ég því að leggja mjög mikinn trúnað á að Kári litli hafi svindlað. 4. Hvað er svona gott við að vera bayesískur? Við höfum nú séð hvað felst í bayesískri þekkingarfræði og hvernig kenningin myndar nokkurs konar reiknistokk fyrir það hvaða trúnað við eigum að leggja á ólíkar fullyrðingar á ólíkum tímum. En hver eru rökin fyrir þessari kenningu? Ein rök, sem sjaldan eru útlistuð frekar, eru þau að kenningin virðist samrýmast afar vel einstökum dæmum (eins og dæminu hér að ofan) um hvaða trúnað við eigum að leggja á ólíkar fullyrðingar. Það virðist einfaldlega vera rétt að ég hafi sterk rök fyrir því að saka Kára litla um að svindla, og bayesísk þekkingarfræði gerir vel grein fyrir þessu. Önnur tegund af rökum, sem reyndar eru nokkuð umdeild, eru kennd við hollensk veðmál en ég mun vísa til þeirra sem veðmálsrakanna (e. Dutch Book Arguments). Þessi rök byggjast á ákveðnum tengslum sem virðast vera til staðar á milli þess að leggja tiltekinn trúnað á fullyrðingu annars vegar og svo þess að vera tilbúinn að veðja einhverju á að fullyrðingin sé sönn. Við skulum líta aðeins nánar á þessi rök. Til eru ýmsar útgáfur af veðmálsrökunum en þau hefjast jafnan á því að gert er ráð fyrir eftirfarandi forsendu um tengsl trúnaðar og sanngjarnra veðmála: T-V: Ef einstaklingur hefur tiltekinn trúnað d á fullyrðingu A þá er sanngjarnt frá hans bæjardyrum séð að borga d kr. fyrir veðmál sem gæfi 1 kr. ef A væri sönn, en 0 kr. ef A væri ósönn. Gerum til dæmis ráð fyrir því að ég sé algjörlega óákveðinn um hvort það fari að Hugur 2017-6.indd 153 8/8/2017 5:53:55 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.