Hugur - 01.01.2016, Page 156

Hugur - 01.01.2016, Page 156
156 Finnur Dellsén spilinu sem ég nefndi hér að ofan í ljósi þess að það virðist skynsamlegt að leggja yfir 90% trúnað á það. En þótt regla Lockes virðist afskaplega trúleg við fyrstu sýn, eru veruleg vandamál tengd þessari hugmynd. Eitt álitamál við reglu Lockes felst í að segja til um hvað sé átt við með að skynsamlegt sé að leggja „nægilega“ mikinn trúnað á einhverja fullyrðingu. Er nóg að skynsamlegt sé að hafa 70% trúnað á að það rigni úti til að sú skoðun að það sé rigning sé einnig skynsamleg? En 80%? Hvað með 90%? Hér er í raun tvenns konar vandi á ferð. Annars vegar virðast mörkin vera ónákvæm, svipað og mörkin milli þess að einhver fjöldi sandkorna myndi hrúgu eða ekki. Í besta falli virðumst við geta sagt að mörkin liggi á einhverju tilteknu bili, t.d. milli 85% og 90%. Hinn vandinn snýst um að það virðist ekki vera nein leið til að segja til um hver mörkin eiga að vera: Eiga þau að dreifast á milli 85% og 90%, eða milli 86% og 91% (eða eitthvað allt annað)? Vandinn hér snýst um að rökstyðja að ein mörk séu „réttari“ en einhver önnur. Við skulum hins vegar ekki eyða of miklu púðri í þessar vangaveltur því að meginrökin gegn reglu Lockes eru af allt öðrum toga. Þessum rökum má skipta í tvennt og tengja hvorn hluta um sig við happdrættisþverstæðuna (e. lottery paradox) annars vegar og formálaþverstæðuna (e. preface paradox) hins vegar.26 Áður en við skoðum þessar þverstæður skulum við taka eftir því að þótt það sé ekki sagt berum orðum í reglu Lockes, er nánast alltaf gert ráð fyrir því að sá trúnaður sem skynsamlegt er að leggja á skoðun til að skynsamlegt sé að telja samsvarandi skoðun sanna sé minni en 100%. Ástæðan er sú að annars væru nánast engar skoðanir skynsamlegar, enda ættum við ekki að leggja 100% trúnað á neitt nema hugsanlega það sem við getum komist að a priori, svo sem rökhæfingar.27 Byrjum á að skoða rökin sem tengjast happdrættisþverstæðunni. Ímyndum okkur happdrætti með 1000 miðum en aðeins einum vinningsmiða. Segjum sem svo að við höfum afar áreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta happdrætti sé eðli- legt að öllu leyti. Nánar tiltekið skulum við gefa okkur að það sé skynsamlegt að leggja 99,9% trúnað á að hver miði um sig sé tapmiði. En gerum jafnframt ráð fyrir því að það sé skynsamlegt að leggja 99,9% trúnað á að einhver einn af þessum miðum sé vinningsmiði, þótt við vitum auðvitað ekki hvaða miði það er. Samkvæmt reglu Lockes væri þá skynsamlegt að telja eftirfarandi fullyrðingar allar sannar: 26 Henry Kyburg setti fyrstur fram happdrættisþverstæðuna en David Makinson setti fram for- málaþverstæðuna. Sjá Kyburg 1961 og Makinson 1965. 27 Margir sem fjallað hafa um þverstæðurnar taka fram að sá trúnaður sem þurfi að vera skyn- samlegur til að samsvarandi skoðun sé skynsamleg þurfi að vera að minnsta kosti 50%. Ástæðan sem nefnd er þessu til stuðnings er að annars væri skynsamlegt að leggja meiri trúnað á neitun viðkomandi fullyrðingar en fullyrðinguna sjálfa og það virðist stangast á við að skynsamlegt sé að telja fullyrðinguna sanna. Ólíkt því sem stundum er gefið í skyn er hins vegar ekki strangt til tekið nauðsynlegt að gera ráð fyrir þessari túlkun á reglu Lockes til að færa fram þau rök sem hér verða til umræðu. Hugur 2017-6.indd 156 8/8/2017 5:53:56 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.