Hugur - 01.01.2016, Side 160
160 Finnur Dellsén
það sem alvarlegan galla á slíkri grein ef finna mætti tvær eða fleiri fullyrðingar
í greininni sem stönguðust á. Að sama skapi myndum við telja það verulegan
galla á greininni ef leiða mætti mjög ótrúverðuga fullyrðingu af því sem sagt er
í greininni. Í þessu samhengi gerum við því kröfu um að höfundurinn samþykki
einungis fullyrðingar sem samræmast kröfum hefðbundinnar afleiðslurökfræði.
Ef þetta er rétt má álykta sem svo að gera megi eins konar afleiðslukröfu til
samþykkis jafnvel þótt þessi krafa eigi ekki við um skoðanir. Þessa kröfu væri
hægt að orða svona fyrir tiltekið samhengi S:33
Afleiðslukrafan fyrir S-samþykki: Mengi þeirra fullyrðinga sem skynsamur
einstaklingur er reiðubúinn að samþykkja í tilteknu samhengi S skal vera
sjálfu sér samkvæmt og lokað undir rökfræðilega afleiðingu.
Þetta skiptir máli fyrir reglu Lockes og þar með fyrir bayesíska þekkingarfræði
vegna þess að þetta þýðir að það að hafna afleiðslukröfunni fyrir skoðanir felur
ekki í sér að hefðbundin afleiðslurökfræði hafi engu þekkingarfræðilegu hlutverki
að gegna. Það er að vísu rétt að ef við föllumst á reglu Lockes hefur afleiðslurök-
fræði lítið sem ekkert að segja um það hvaða skoðanir við eigum að hafa, en á
móti kemur að til er annars konar afstaða – samþykki – sem lýtur lögmálum hefð-
bundinnar afleiðslurökfræði í vissu samhengi. Í ljósi þess að skoðun og samþykki
eru náskyld fyrirbæri (hvort tveggja er dæmi um afstöðu gagnvart fullyrðingum)
sem oft fara saman (við samþykkjum yfirleitt það sem við teljum satt, og öfugt)
væri ekki jafn fráleitt og virst gæti í fyrstu að bregðast við happdrættis- og for-
málaþverstæðunum með því einfaldlega að hafna bæði H3 og F3, og þar með
einnig afleiðslukröfunni fyrir skoðanir.34
Niðurstaða mín af þessum útúrdúr um samþykki er því sú að hægt sé að bjarga
reglu Lockes frá happdrættis- og formálaþverstæðunum án þess að gefa upp á
bátinn þá hugmynd að hefðbundin afleiðslurökfræði hafi þekkingarfræðilegu
hlutverki að gegna. Hugmyndin er í stuttu máli sú að hlutverk hefðbundinnar af-
leiðslurökfræði lúti ekki að skoðunum heldur að samþykki. Á hinn bóginn gildir
regla Lockes eingöngu um skoðanir, enda er ljóst af ofangreindu að það hvort
skynsamlegt sé að taka einhverju sem gefnu í tilteknu samhengi er óháð því hvort
skynsamlegt sé að leggja tiltekinn trúnað á það. Því má segja að greinarmunurinn
á samþykki annars vegar, og skoðunum og trúnaði hins vegar, bendi eindregið
til þess að togstreitan sem virðist vera til staðar á milli reglu Lockes og þekk-
ingarfræðilegs gildis hefðbundinnar afleiðslurökfræði byggist í raun á því að rugla
saman tvenns konar afstöðu sem hægt er að taka til fullyrðinga.
33 Þessi krafa er hér sett fram fyrir ótilgreint samhengi S, til dæmis samhengi af því tagi sem tekið
var dæmi um hér að ofan. Ég tel nokkuð ljóst að afleiðslukröfur af þessu tagi gilda ekki fyrir hvaða
samhengi sem er. Til dæmis gerum við nokkuð augljóslega ekki þá kröfu til skáldsagna að þær
fylgi afleiðslurökfræði með þessum hætti.
34 Ég hef fjallað nánar um hvernig nota má greinarmuninn á samþykki og skoðunum til að leysa
formálaþverstæðuna í nýbirtri grein, „Deductive Cogency, Understanding, and Acceptance”,
Finnur Dellsén 2017.
Hugur 2017-6.indd 160 8/8/2017 5:53:57 PM