Hugur - 01.01.2016, Síða 166

Hugur - 01.01.2016, Síða 166
166 Jóhannes Dagsson ekki. Þó svo að skák snúist um að færa leikmenn til á borði, þá er einnig vel hægt að ímynda sér hana sem leik sem fer aðeins fram í hugum þátttakenda. Ég hef ekki mikla reynslu af skák, þannig að í hvert skipti sem ég sest niður til að tefla þá leik ég eflaust leiki sem ég hef aldrei leikið áður. Það er ekki þar með sagt að þetta séu skapandi lausnir innan skáklistarinnar og reyndar er nokkuð öruggt að svo er ekki. Þessir leikir eru nefnilega fyrirsjáanlegir, og útskýranlegir, eingöngu með tilvísun til þeirra reglna sem skákin samanstendur af. Það er að segja, ég hefði getað leikið þessa leiki áður, eingöngu í krafti þess að kunna reglurnar sem gilda. Þeir eru því nýir, en ekki skapandi. Það er ekki fyrr en kemur að því að ég leik leik sem er algerlega nýr í þeim skilningi að vera algerlega ný lausn á þeirri stöðu sem komin er upp, og ekki er hægt að útskýra með tilvísun til þeirra reglna sem leikurinn byggir á, að hægt er að segja að ég hafi notað sköpunargáfu í leik mínum, í þeim skilningi sem lagður er í hugtakið hér.3 Kerfi eins og tungumál og leikreglurnar í skák geta því verið framkallandi (e. generative), það er þau geta verið þess eðlis að þau gera ákveðnar samsetningar mögulegar, og þessar samsetningar eru fyrirsjáanlegar, sé fyrir hendi þekking á reglunum sem kerfið byggir á. Þegar við tölum um sálfræðilega sköpun skiptir ekki máli hvort einhver annar hafi fengið þessa sömu hugmynd áður, heldur er aðeins um nýsköpun að ræða í þeim skilningi að hugmyndin er ný fyrir þeim einstaklingi, eða það fyrirbæri, sem fær hana, og þessi tiltekni einstaklingur hefði ekki getað fengið þessa hugmynd áður. Þessa tegund sköpunar mætti kalla P-sköpun (persónuleg sköpun).4 Ég mun fjalla nánar um seinna skilyrðið í skilgreiningu Boden (að viðkomandi gæti ekki hafa fengið viðkomandi hugmynd fyrr) og hvernig það tengist hugmyndum um kerfi síðar í greininni. Þegar við tölum almennt um sköpun erum við ekki alltaf að vísa eingöngu til sköpunar af þessu tagi, heldur til einhvers sem er nýtt eða nýskapað, í fyrsta skipti, ekki einvörðungu í augum tiltekins einstaklings, heldur í sögunni. Róttækasta dæmið af þessu tagi er vitanlega sköpun úr engu (lat. ex nihilo), þar sem eitthvað verður til úr engu, bæði í efnislegum skilningi og eins í þeim skilningi að það sem er skapað á sér enga fyrirmynd eða reglu sem forskrift. Sköpun sem þessi, með orðinu einu saman, verður ekki mikið til umfjöllunar hér, enda vandséð að hún sé möguleg ef niðurstaða mín er rétt. Hún er hins vegar nefnd hér sem dæmi þar sem hún er óvenju skýrt dæmi um þessa tegund sköpunar, sé hún möguleg. Þessi tegund af sköpun, eða þessi flokkur skapandi hugmynda, er vitaskuld mun afmarkaðri en P-sköpun í þeim skilningi að hún vísar til einhvers sem er bókstaflega nýtt í veröldinni, hvort sem það er hugmynd eða hlutur. Hér dugar sem sagt ekki að eitthvað sé nýtt fyrir ákveðnum einstaklingi (og það jafnvel þó svo skilyrðið um að hann hafi ekki getað fengið þessa hugmynd áður sé uppfyllt), heldur verður hugsunin eða hluturinn að vera nýlunda í augum allra einstaklinga, hvar sem þeir eru staddir í tíma fram til þess að hluturinn eða hugsunin lítur dagsins ljós. Að finna upp ljósaperuna, eða dínamítið, eru dæmi sem koma upp í 3 Sjá t.d. Boden 2005, og Stokes 2011. 4 Boden 2005: 24–25. Hugur 2017-6.indd 166 8/8/2017 5:53:59 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.