Hugur - 01.01.2016, Side 170

Hugur - 01.01.2016, Side 170
170 Jóhannes Dagsson eigna gervigreind eiginleika af þessu tagi. Þeirri spurningu þurfum við að svara áður en við svörum því hvort gervigreind geti verið skapandi. Stokes bendir á að það að tala um t.d. fallegt mynstur sem frostlyfting hefur myndað í leirflagi sem afurð sköpunargáfu hljómi undarlega, þar eð enginn ásetningur er þar að baki. En ef við finnum hins vegar smíðisgrip, þá er ekkert óeðlilegt að eigna höfundi hans sköpunargáfu, en við gerum það af því við erum tilbúin til að tala um ætlan og um að smíðisgripurinn hafi verið gerður vitandi vits.10 Þetta á við jafnvel þó að við vitum ekkert um raunverulega ætlan höfundar smíðisgripsins. Stokes bendir einnig á að þó svo það að eigna einhverjum sköpunargáfu feli í sér að eigna viðkomandi ásetning, þá fylgir ekki þar með að við séum að eigna viðkomandi ákveðinn ásetning, það er að segja þann ásetning að búa til nákvæm- lega þennan hlut. Eins og Donald Davidson hefur sýnt fram á, er það að eigna einhverjum ásetning ógagnsætt (e. attributions of intention are opaque). Til dæmis ásetur Hamlet sér að drepa manninn bak við myndvefinn, en hann hefur ekki þann ásetning að drepa Póloníus, sem er í raun maðurinn bak við myndvefinn.11 Ef við hefðum ekki þessa leið til að tala um ásetning er vandséð að við gætum eignað jafnvel mennskum einstaklingum ásetning í skapandi aðgerðum. Það er t.d. umdeilanlegt hvort margir myndlistarmenn gætu svarað eftirfarandi spurn- ingu játandi: „Ætlaðir þú þér að gera nákvæmlega þetta listaverk á meðan þú vannst að því?“ Ásetningur er oft á tíðum ekki svo skýrt afmarkaður að geta fallið undir slíkar skilgreiningar. Eins og Stokes bendir á, þá er ekkert því til fyrirstöðu að rugla saman afurð- um skapandi hugsunar og t.d. náttúrulegum fyrirbærum. En það er ekki þar (í hlutunum) sem við finnum greinarmuninn á milli skapandi hugsunar og þess sem bara gerist án nokkurrar meðvitundar, heldur er það í gerandanum, í aðgerðinni sjálfri, og í því hvernig aðgerðin sjálf verður til, í því hvernig hún er hugsuð ef svo má segja. Hér má líka benda á að ef við föllumst á þessa röksemdafærslu Stokes, þá erum við í fullum rétti að finnast við svikin þegar við komumst að því að pí- anóleikarinn sem við vorum að hlusta á er forrit en ekki mennskur einstaklingur, svo dæmi sé tekið þar sem sköpun á einhverju nýju felst eingöngu í túlkun á einhverju sem fyrir liggur. Það er ekki afurðin sem skiptir máli, heldur sú hugsun eða ætlan sem liggur að baki. Ásetningur, það að gera eitthvað af ásetningi, felur í sér að það gerist ekki af til- viljun eða óvart. Ef eitthvað er gert af ásetningi, þá er það gert með vilja (allavega samkvæmt öllum hefðbundnum kenningum um ásetning) í þeim skilningi að það er ekki undir heppni eða tilviljun komið. Jafnvel þó svo ég hafi ekki ásett mér að mála nákvæmlega þessa mynd þegar ég byrjaði að bera málningu á strigann, þá hafði ég þann ásetning að mála mynd, og það er ekki tilviljun eða undir heppni komið að ég bar málningu á strigann. Ég hrasaði ekki um köttinn með hendurnar fullar af penslum og málningardósum. Ef eitthvað er gert af ásetningi er eðlilegt að gera ráð fyrir því að einhver beri ábyrgð á þeirri athöfn. Við lofum eða löstum þann sem gerir eitthvað af ásetn- 10 Stokes 2011: 659–660. 11 Davidson 1980: 46. Fengið hér úr Stokes 2011: 661. Hugur 2017-6.indd 170 8/8/2017 5:54:00 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.