Hugur - 01.01.2016, Síða 178
178 Jóhannes Dagsson
greining á þeim reglum, hefðum og venjum sem gerandinn er, eða getur verið
meðvitaður um og svo framvegis. Auk þess mætti framkvæma nánari greiningu
á því hvenær við höfum rangt fyrir okkur eða undir hvaða kringumstæðum við
höfum rangt fyrir okkur þegar kemur að því að meta hvort við erum skapandi
eða ekki. Þetta tvennt myndi, að ég held, duga til að greina skapandi hugsun eða
aðgerð frá öðrum hugsunum eða aðgerðum sem við höfum upplifun geranda af.
V. Lokaorð
Ég hef hér sett fram og fært rök fyrir þeirri hugmynd að skapandi hugsun eða
skapandi aðgerð verði best skilgreind út frá ákveðinni upplifun geranda, nefnilega
tvíátta upplifun geranda. Ég byrjaði á því að rekja gagnlega greiningu á skapandi
hugsun eða aðgerð sem ég byggði á hugmyndum Margaret Boden. P-sköpun var
skilgreind sem besta leiðin til að fást við skapandi hugsun eða aðgerð. Ég rakti
síðan hugmyndir Stokes um tengsl aðgerða og skapandi hugsunar. Ég tók undir
með honum í því að dómur um skapandi hugsun fæli í sér hugmynd um ætlan,
eða ætlandi geranda, en hafnaði þeirri hugmynd hans að við getum látið þar við
sitja. Ég rakti síðan af hverju tvíátta upplifun geranda væri best til þess fallin
að byggja á greinarmun á skapandi hugsun eða aðgerð og öðrum hugsunum og
eða aðgerðum. Niðurstaða mín er sú, að upplifun geranda, skilgreind á þennan
ákveðna hátt sé það sem til þarf til að gera grein fyrir þessum greinarmun. Ég
skildi hins vegar eftir opið hvernig við færum að því að greina aðrar tvíátta hugs-
anir frá skapandi hugsun, það bíður betri greiningar síðar.
Þeirri spurningu hvort kerfi önnur en mannshugurinn séu fær um upplifanir af
þessu tagi er einnig ósvarað. Ég ætla þó ekki að leyna þeirri skoðun minni, þótt
ég færi ekki rök fyrir henni hér, að eins og staðan er í dag, er ekkert sem bendir
til annars en að upplifun af þessu tagi sé aðeins á færi gerenda sem upplifa sig á
ákveðinn hátt, og að þeir gerendur séu allir mennskir. Því, hvort það verði ein-
hvern tímann mögulegt að gervigreindarkerfi eða guð geti orðið fyrir upplifun af
þessu tagi, verður ekki svarað hér.
Heimildir
Andri Snær Magnason. 2005. berwick. Af Ljóðum (bls. 138–145). Ritstj. Eiríkur Örn
Norðdahl. Reykjavík: Nýhil.
Anscombe, E. 1957. Intention. Oxford: Blackwell.
Atli Harðarson. 1995. Afarkostir, greinasafn um heimspeki. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Atli Harðarson. 2001. Af jarðlegum skilningi. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Austin, J. L. 1962/1975. How to Do Things With Words. Cambridge: Harvard University
Press.
Bayne, Tim. 2011. Agentive Experiences as Pushmi-Pullyu Representations. New Wa-
ves in Philosophy of Action (bls. 219–236). Ritstj. Jesús H. Aguilar, Andrei A. Buckar-
eff og Keith Frankish. London: Palgrave, Macmillan.
Brannigan, A. 1981. The Social Basis of Scientific Discoveries. Cambridge: Cambridge
University Press.
Hugur 2017-6.indd 178 8/8/2017 5:54:02 PM