Heilbrigt líf - 01.12.1941, Síða 37
ið gætt nægilegrar varúðar við uppgang eða aðra útferð
berklaveikra. Smitið berst á fingur, föt eða hluti, sem
mikið eru um hönd hafðir, og flyzt þaðan upp í munn,
í sár í nefinu eða á húðinni, og getur þannig valdið berkla-
veiki. Það er því hættulegur ósiður að matast með
óhreinar hendur, að sleikja fingur sína, eða bora þeim í
nefið. Er það því ofur eðlilegt, að börnum er langhætt-
ast við smitun á þennan hátt. Þau liggja og skríða á
gólfunum, þar sem berklasjúkir menn hafa ef til vill dreift
sýklum eða hrákum, klifra upp um óhreina, rykuga stóla
og legubekki, sem uppþornaðir sýklar geta leynzt í, og
stinga síðan fingrunum upp í sig. Sýklarnir berast á þenn-
an hátt upp í munninn og kokið og geta breiðzt þaðan út
um líkamann.
Því hefir verið haldið fram, að sápunotkun hverrar
þjóðar væri góður mælikvarði á hreinlæti hennar og
þrifnað, og er það ekki gripið úr lausu lofti. Það er full-
víst, að hreinlæti er bezta ráðið til að verjast smitandi
sjúkdómum, og ekki sízt berklaveiki. Menn geta aldrei
gætt of mikillar nákvæmni í því að halda sjálfum sér,
húsum sínum og munum þeim, sem mest eru notaðir dag-
lega, vel hreinum.
Á síðari árum hefir mikið verið rætt og ritað um það,
hversu mikinn fjölda sýkla þurfi til þess að valda smitun
og sýkingu. Rannsóknir hafa sýnt, að sé um smitun um
húð eða meltingarfæri að ræða, þá fer gangur sjúkdóms-
ins vanalega eftir því, hversu mikil smitunin er, þ. e.
eftir sýklafjöldanum. En smitist menn um öndunarfærin,
virðist einn eða tveir sýklar, sem komast alla leið niður
í lungnablöðrurnar (alveoli), nálega ávallt nægja til smit-
unar.
Samkvæmt því, sem áður hefir verið greint um smitunar-
háttu, er það því eigi að undra, þó að berklasmitun sé
mjög algeng. í stórborgunum erlendis er talið, að um 90—
Heilbrigt líf
141