Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 78

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 78
til í hópi berklaveiks fólks. Að vísu gengu mislingar ekki nema tvisvar á 19. öldinni, 1846 og 1882, en í bæði skiptin gengu þeir um allt land að kalla og voru hin skæðasta drepsótt, einkum mislingarnir 1846. Ræður að líkindum, að þeir muni þá ekki hafa skilið margt eftir lífs af berkla- veiku fólki, er þeir höfðu lokið umferð sinni. Inflúenzan gekk a. m. k. 16 sinnum á 19. öldinni, og var stundum afar skæð. Er t. d. talið að inflúenzan, er geisaði um allt land 1843, hafi drepið 2000 af 57—58000 landsmönnum. Hefir hún eftir því verið margfalt mannskæðari en spænska veikin 1918, sem margir muna, og mun hafa valdið meiri manndauða á skömmum tíma en nokkur annar sóttarfar- aldur á þessari öld. Og meira og minna þungar kvefsóttir gengu á hverju ári, auk taugaveiki og margra annarra far- sótta, sem ætla má að og hafi gert sitt til þess að fækka þeim, sem veilir voru fyrir, hvort heldur af völdum berkla- veiki eða annarra sjúkdóma. Víst er, að svo var þetta um holdsveikt fólk. Það var jafnan meðal hinna fyrstu, er hrundu niður í harðindum og stórsóttum. Þannig telur Hannes biskup Finnsson í riti sínu ,,Um mannfækkun af hallærum“, að mjög fátt holdsveikt fólk hafi lifað af móðu- harðindin, og Dr. Ehlers segir (Holdsveikismálið, bls. 13), að mislingasóttin 1846 hafi drepið þorra holdsveiks fólks, er þá var uppi. Efniságrip. Að endingu skal reynt að draga saman í stutt mál, hver áhrif ég tel líklegt að breytingar þær, sem hafa orðið á högum þjóðarinnar í seinni tíð, hafi haft á tíðni sjúkdóma og kvilla, og heilsufarið yfir höfuð. 1) Flutningur þjóðarinnar úr sveitum í bæi má ætla að hafi að öðru jöfnu haft meiri áhrif til ills en góðs, þótt þess gæti ekki, vegna þess, að jafnframt þessum flutning- um hefir aðbúð og hollustuhættir tekið stórbreytingum til 182 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.