Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 24
24
NORÐURLJÓSIÐ
heilagan Anda, þegar fólk með kjassi og klappi kveikir í sér ástríðu-
eldinn.
7. Gerðu, elckert, sem hindrað gœti vitnisburð þinn um Krist.
Ef aðrir vissu allt, sem þú gerir, gætir þú unnið þá til trúar á Krist?
Mundu þeir trúa því, að þér væri trúin alvörumál? Ef þú skyldir
reyna að vinna þá til trúar á Krist, sem þú hefir klappað og kysst
og kveikt hjá hættulegan og illan ástríðueld, mundir þú hafa kraft-
inn frá himnum til að hjálpa þér? Hve hræðilegt mundi það verða,
ef einhver sál færi til helvítis, af því að þú hafðir ónýtt vitnisburð
þinn með því að haga þér ósamboðið kristnum manni! „Þótt ég sé
öllum óháður, hefi ég gert sj álfan mig að þjóni allra, til þess að ég
áynni þess fleiri,“ segir Páll í 1 Kor. 9. 19. Allt til þess að vinna
sálir! Hann segir ennfremur: „Ég er orðinn öllum allt, til þess að
ég yfir höfuð geti frelsað nokkra.“ (1 Kor. 9. 22.) Með öllum til-
tækum ráðum reyndi Páll að frelsa menn. Enn heldur hann áfram
í sama kafla: „Sérhver maður, sem þátt tekur í kappleikjum, er
bindindissamur í öllu, þeir til þess að hljóta forgengilegan sigur-
sveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég þá ekki eins og
upp á óvissu; ég berst eins og hnefaleikamaður, er engin vindhögg
slær; en ég leik líkama minn hart og geri hann að þræli mínum,
til þess að ég, sem hefi prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur
verða gerður rækur (verða ónothæfur)” (1 Kor. 9. 25.—27.).
Páll segir, að þeir, sem keppa í íþróttum, séu bindindissamir í
öllu, svo að þeir geti sigrað í ólympisku leikjunum og áunnið sigur-
sveig úr lárviðarlaufi. Ætti þá ekki kristinn maður að vera bind-
indissamur, halda líkama sínum sér undirgefnum, til þess að hann
geti unnið sigursveig sálnavinninga inannsins, þegar þeir,“ sem
leitt hafa marga til réttlætis,“ munu skína „eins og stjörnurnar um
aldur og ævi“. (Dan. 12. 3.) svo að Páll vakti yfir því, að hann
skyldi ekki, er liann hafði prédikað yfir svo mörgum, verða lagður
á hilluna, gagnslaus Guði til að vinna sálir, af því að hann hélt ekki
líkamsástríðum sínum og þrám í skefjum.
0, unga, trúaða sál, glataðu ekki vitnisburði þínuin, með því að
láta eftir holdlegum þrám! Láttu ekki einhverja kæra sál, sem Krist-
ur dó fyrir fara til helvítis, af því að þú varst í ástabralli við ófrels-
aða, glataða manneskju.