Norðurljósið - 01.01.1971, Page 52
52
NORÐURLJÓSIÐ
að hann fyrirgefur stórsyndurum. Hvílík dýrð fyrir Drottin Jesúm
Krist, að Guð getur vegna hans fyrirgefið mestu og stærstu syndur-
um, þegar þeir koma til hans, játa syndir sínar og vilja láta af þeim.
Enginn má hugsa sem svo: „Fyrst þessu er þannig farið, þá ætla
ég að syndga mikið, verða stórsyndari. Síðan ætla ég að snúa mér
og fá fyrirgefningu.“ Hvernig veiztu, maður, að þú deyir ekki í
syndum þínum? Yertu ekki í hópi þeirra, sem vanbrúka náð Guðs,
eins og Júdas orðar það í 4. grein bréfs síns. Um þá menn er alveg
vonlaust samkvæmt orðum hans, því að þeir afneita vorum einasta
lávarði og Drottni, Jesú Kristi.
„Jesús er mikill frelsari mikilla syndara,“ ritaði brezki ræðusnill-
ingurinn, C. H. Spurgeon. Þessi orð hans urðu til frelsunar afbragðs-
konunni, Ólafíu Jóhannsdóttur. Hún fann, að hún var mikill synd-
ari. Hún festi traust sitt á þessum mikla frelsara mikilla syndara. Þá
urðu þáttaskil í ævi hennar.
Það er alveg eins áreiðanlegt og menn eru til á jörðinni, að Guð
frelsar syndara, fyrirgefur miklar og margar syndir vegna sonar
síns Drottins Jesú Krists. Hefir þú reynt bæn á þessa leið:
Ó, Guð, ég hefi syndgað mikið, syndir mínar eru margar og stór-
ar. Ég vil snúa baki við þeim. Ég bið þig því að fyrirgefa mér þær
vegna nafns sonar þíns, Drottins Jesú Krists. Ég festi traust mitt á
þér, Drottinn Jesús, að þú sért frelsari minn. Vertu leiðtogi minn og
verndari fyrir syndum og öllu illu í lífi og dauða. Hjálpaðu mér til
að segja öðrum frá þér. Meðtak, himneski faðir, þessa bæn vegna
nafns Drottins Jesú. Amen. S. G. J.
Frá Rliodesíu
Eftir dr. Arthur Mehliss, Bulawayo.
Sem trúboðasonur, alinn upp með Afríkumönnum og vinn með
þeim, hefi ég séð sjálfur skelfingarnar og ógnirnar, sem Afríkumenn
beittu við Afríkumenn á þeim tíma, sem þjóðernissinna flokkarnir
tveir beittu þennan tíma, sem þeim var leyft að stjórna. Biðjið Guð,
að fólkið á Bretlandi fái aldrei að reyna slíkt.
Ian Smith hefir komið á aftur lögum og reglu. — Góðum, réttlát-
um, brezkum lögum; þau gilda jafnt fyrir okkur alla, svarta menn
og hvíta. Hann hefir aftur komið á öryggi almennings og friði.