Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 52

Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 52
52 NORÐURLJÓSIÐ að hann fyrirgefur stórsyndurum. Hvílík dýrð fyrir Drottin Jesúm Krist, að Guð getur vegna hans fyrirgefið mestu og stærstu syndur- um, þegar þeir koma til hans, játa syndir sínar og vilja láta af þeim. Enginn má hugsa sem svo: „Fyrst þessu er þannig farið, þá ætla ég að syndga mikið, verða stórsyndari. Síðan ætla ég að snúa mér og fá fyrirgefningu.“ Hvernig veiztu, maður, að þú deyir ekki í syndum þínum? Yertu ekki í hópi þeirra, sem vanbrúka náð Guðs, eins og Júdas orðar það í 4. grein bréfs síns. Um þá menn er alveg vonlaust samkvæmt orðum hans, því að þeir afneita vorum einasta lávarði og Drottni, Jesú Kristi. „Jesús er mikill frelsari mikilla syndara,“ ritaði brezki ræðusnill- ingurinn, C. H. Spurgeon. Þessi orð hans urðu til frelsunar afbragðs- konunni, Ólafíu Jóhannsdóttur. Hún fann, að hún var mikill synd- ari. Hún festi traust sitt á þessum mikla frelsara mikilla syndara. Þá urðu þáttaskil í ævi hennar. Það er alveg eins áreiðanlegt og menn eru til á jörðinni, að Guð frelsar syndara, fyrirgefur miklar og margar syndir vegna sonar síns Drottins Jesú Krists. Hefir þú reynt bæn á þessa leið: Ó, Guð, ég hefi syndgað mikið, syndir mínar eru margar og stór- ar. Ég vil snúa baki við þeim. Ég bið þig því að fyrirgefa mér þær vegna nafns sonar þíns, Drottins Jesú Krists. Ég festi traust mitt á þér, Drottinn Jesús, að þú sért frelsari minn. Vertu leiðtogi minn og verndari fyrir syndum og öllu illu í lífi og dauða. Hjálpaðu mér til að segja öðrum frá þér. Meðtak, himneski faðir, þessa bæn vegna nafns Drottins Jesú. Amen. S. G. J. Frá Rliodesíu Eftir dr. Arthur Mehliss, Bulawayo. Sem trúboðasonur, alinn upp með Afríkumönnum og vinn með þeim, hefi ég séð sjálfur skelfingarnar og ógnirnar, sem Afríkumenn beittu við Afríkumenn á þeim tíma, sem þjóðernissinna flokkarnir tveir beittu þennan tíma, sem þeim var leyft að stjórna. Biðjið Guð, að fólkið á Bretlandi fái aldrei að reyna slíkt. Ian Smith hefir komið á aftur lögum og reglu. — Góðum, réttlát- um, brezkum lögum; þau gilda jafnt fyrir okkur alla, svarta menn og hvíta. Hann hefir aftur komið á öryggi almennings og friði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.